settings icon
share icon
Spurning

Sjálfsfróun – er hún synd samkvæmt Biblíunni?

Svar


Bilbían nefnir sjálfsfróun hvergi sérstaklega eða sker úr um, hvort sjálfsfróun sé syndsamleg. Hins vegar leikur enginn vafi á því, hvort athafnir sem leiða til sjálfsfróunar séu syndsamlegar. Sjálfsfróun er bein afleiðing lostafullra hugrenninga, kynsferðislegrar örvunar og/eða klámfenginna ímynda. Það eru þessi vandamál sem kljást verður við. Sé horfið frá syndum losta og kláms – hverfur vandamál sjálfsfróunar út í buskann.

Biblían segir okkur að forðast jafnvel svipi siðleysis (Efes. 5:3). Ég fæ ekki séð hvernig sjálfsfróun stenst þann tiltekna prófstein. Stundum er það góður prófsteinn á, hvort eitthvað er synd eða ekki, hvort við gætum verið hreykin af að segja öðrum, hvað við höfum verið að aðhafast. Ef það er eitthvað sem maður væri feiminn eða skömmustulegur yfir að láta aðra frétta, þá er það mjög sennilega syndsamlegt. Annar góður mælikvarði er að gera upp við sig, hvort maður gæti heiðarlega og með góðri samvisku beðið Guð að blessa og hagnýta umrædda athöfn í þágu síns góða málstaðar. Ég held ekki að sjálfsfróun sé eitthvað sem við getum verið „hreykin“ af eða í einlægni þakkað Guði fyrir.

Biblían kennir okkur: „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar“ (1. Kor. 10:31). Ef upp kemur efasemd um að eitthvað sé Guði þóknanlegt, þá er best að gefa það frá sér. Vissulega vakna efasemdir um sjálfsfróun. „Allt sem ekki er af trú er synd“ (Róm. 14:23). Ég fæ ekki séð hvernig það gæti samrýmst Biblíunni, að sjálfsfróun væri Guði til dýrðar. Ennfremur ber okkur að hafa hugfast, að líkamar okkar hafa ásamt sálum okkar verið endurleystir og tilheyra Guði. „Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar“ (1. Kor. 6:19-20). Þessi merkilegu sannindi ættu að hafa veruleg áhrif á, hvað við gerum og hvert við förum með líkama okkar. Í ljósi þessara grundvallaratriða hlýt ég því að segja, að sjálfsfróun sé syndsamleg samkvæmt Biblíunni. Ég held ekki að sjálfsfróun sé Guði þóknanleg, komist hjá að teljast siðlaus eða samrýmist þeirri staðreynd að líkamar okkar tilheyra Guði.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Sjálfsfróun – er hún synd samkvæmt Biblíunni?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries