settings icon
share icon
Spurning

Hver er Jesús Kristur?

Svar


Hver er Jesús Kristur? Ólíkt spurningunni „Er Guð til?” hafa afar fáir efast um, að Jesús Kristur hafi verið til. Það er almennt viðurkennt að Jesús var sannarlega maður, sem gekk á jörðinni í Ísrael fyrir 2000 árum. Umræðan hefst þegar spurningin um eiginlega persónu Jesú er rætt. Nálega öll meiri háttar trúarbrögð kenna, að Jesú hafi verið spámaður eða góður kennari eða guðlegur maður. Vandamálið er að Biblían greinir frá því, að Jesús var óendanlega meira en spámaður, góður kennari eða guðlegur maður.

Í bók sinni Mere Christianity skrifar C.S.Lewis eftirfarandi: „Hér er ég er að reyna að hindra fólk í að segja þau verulega heimskulegu orð sem fólk lætur einatt falla um hann [Jesúm Krist]: ‘Ég er tilbúinn að viðurkenna Jesúm sem mikinn siðferðilegan fræðara, en ég viðurkenni ekki tilkall hans til eigin guðdóms.’ Það er þetta sem við megum ekki segja. Maður sem væri einungis maður og segði það sem Jesús sagði væri ekki mikill siðferðilegur fræðari. Hann væri annað hvort brjálæðingur – á sama plani og maður sem segist vera spælt egg – eða hann væri djöfullinn úr helvíti. Þú verður að velja. Annað hvort var og er þessi maður sonur Guðs eða hann er brjálaður eða eitthvað verra ... Þú getur þaggað niður í honum sem fífli, þú getur hrækt á hann eða drepið hann sem púka; eða þú getur fallið til fóta honum og kallað hann Drottin þinn og Guð. En við skulum ekki vera með yfirlætislega fjarstæðu um að hann sé mikill fræðari. Hann hefur ekki boðið okkur þann kost. Það ætlaði hann sér ekki.”

Jæja, hver var þá Jesús? Hver segir Biblían að hann hafi verið? Fyrst skulum við líta á orð Jesú í Jóhannesi 10:30, „Ég og faðirinn erum eitt.” Í fyrstu gæti virst sem þetta væti krafa um að vera Guð. Lítið samt á viðbrögð Gyðinganna við þessari yfirlýsingu, „Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maðar, gjörir þig að Guði,” svöruðu Gyðingarnir (Jóhannes 10:33). Gyðingarnir skildu yfirlýsingu Jesú svo að hann þættist vera Guð. Í eftifarandi versum leiðréttir Jesús aldrei Gyðingana með því að segja, „Ég sagði aldrei að ég væri Guð.” Það bendir til þess, að Jesús hafi sannlega verið að segja að hann væri Guð með því að lýsa yfir: „Ég og Faðirinn erum eitt” (Jóhannes 10:30). Jóhannes 8:58 er annað dæmi. Jesús lýsti yfir: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.” Til andsvars taka Gyðingarnir upp grjót til að reyna að grýta Jesúm (Jóhannes 8:59). Jesús sem kynnti sig með orðunum „Ég er” er bein vísun í heiti Gamla testamentisins fyrir nafn Guðs (Önnur Mósebók 3:14). Hvers vegna skyldu Gyðingarnir aftur hafa viljað grýta Jesúm ef hann hefði ekki orðað eitthvað sem taldist vera guðlast, nefnilega kröfuna um að vera Guð?

Jóhannes 1:1 segir: „Orðið var Guð.” Jóhannes 1:14 segir að „orðið varð hold.” Þetta skýrir að Jesús er Guð holdi klæddur. Tómas postuli segir við Jesúm: „Drottinn minn og Guð minn!” (Jóhannes 20:28). Jesús leiðréttir hann ekki. Páll postuli lýsir honum þannig: “hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur” (Títusarbréfið 2:13). Pétur postuli segir hið sama: “ ... Guð vor og frelsari Jesús Kristur” (Seinna Pétursbréf 1:1). Guð faðir er einnig til vitnis um soninn: „En um Soninn segir hann: „Hásæti þitt, ó Guð, mun vera til um alla eilífð, og réttlæti verður veldissproti konungdóms þíns.” Spádómur Gamla testamentis um Krist boða guðdómleik hans, „Því barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, og stjórnin verður á herðum hans. Og hann verður kallaður undursamlegur ráðgjafi, máttugur Guð, eilífur faðir, friðarhöfðingi.”

Eins og C.S. Lewis hélt fram, er það ekki góður valkostur að Jesús væri góðu fræðari. Jesús hélt því skýrt og skilmerkilega fram að hann væri Guð. Sé hann ekki Guð, þá er hann lygari og þess vegna ekki spámaður, góður fræðari eða guðlegur maður. Í viðleitni sinni til að skýra burt orð Jesú segja „fræðimenn” nútímans, að „hinn sanni sögulegi Jesús” hafi ekki sagt ekki margt af því sem Biblian hefur eftir honum. Hver erum við að þrátta við Orð Guðs um það sem Jesús sagði og sagði ekki? Hvernig getur „fræðimaður” tvö þúsund árum síðar haft betri innsýn í það, hvað Jesús sagði og sagði ekki, en þeir sem hann bjó með, þjónaði, og nutu kennslu Jesú sjálfs (Jóhannes 14:26).

Hvers vegna er spurningin um sannt eðli Jesú svo mikilvæg? Hvaða máli skiptir það hvort Jesús sé Guð? Mikilvægasta ástæða þess, að Jesús hljóti að vera Guð, er sú, að sé hann ekki Guð, þá hefði dauði hans ekki nægt til að greiða sekt synda heimsins (Fyrsta Jóhannesarbréf 2:2). Aðeins Guð gæti greitt svo óendanlega sekt (Rómverjabréfið 5:8; Seinna Korintubréf 5:21). Jesús varð að vera Guð, svo hann gæti greitt sekt okkar. Jesús varð að vera maður, svo hann gæti dáið. Hjálpræði er í boði einungis fyrir trú á Jesúm Krist! Guðleiki Jesú er skýringin á því hvers vegna hann er eina frelsunin. Guðleiki Jesú er ástæða þess að hann kunngerði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig “ (Jóhannes14:6).

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hver er Jesús Kristur?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries