settings icon
share icon
Spurning

Er Jesús Guð? Taldi Jesús sig vera Guð?

Svar


Í Biblíunni er Jesús aldrei sagður hafa sagt nákvæmlega þessi orð: „Ég er Guð.” Það merkir samt sem áður ekki, að hann hafi ekki lýst yfir því að hann væri Guð. Til dæmis orð Jesú í Jóhannesi 10:30: „Ég og faðirinn erum eitt.” Í fyrstu gæti þetta ekki virst vera tilkall til guðdóms. Lítið samt sem áður á viðbrögð Gyðinganna við yfirlýsingu hans: „Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði.” (Jóhannes 10:33). Gyðingarnir skildu yfirlýsingu Jesú svo, að hann væri Guð. Í næstu versum leiðréttir Jesús ekki Gyðingana með því að segja, „Ég þóttist ekki vera Guð.” Það bendir til þess að Jesús var sannarlega að segja það sama með orðunum: „Ég og faðirinn erum eitt” (Jóhannes 10:30). Í Jóhannesi 8:58 er annað dæmi. Jesús lýsti yfir: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.” Aftur, sem svar, taka Gyðingarnir upp steina til að grýta Jesú (Jóhannes 8:59). Hvers vegna skyldu Gyðingarnir vilja grýta Jesúm, hafi hann ekki sagt neitt sem þeir töldu vera guðlast, nefnilega, tilkallið til guðdómleikans?

Í Jóhannesi 1:1 segir: „Orðið var Guð.” Í Jóhannesi 1:14 segir: „Og Orðið varð hold.” Þetta bendir augljóslega til þess að Jesús er Guð holdi klæddur. Í Postulasögunni 20:28 segir „Verið hirðar Guðs kirkju, sem hann hefur unnið sér með sínu eigin blóði.” Hver keypti kirkjuna með eigin blóði? Jesús Kristur. Postulasagan 20:28 lýsir yfir að Guð hafi keypt kirkjuna með sínu eigin blóði. Þess vegna er Jesús Guð!

Tómas postuli sagði um Jesúm: „Drottinn minn og Guð minn!” (Jóhannes 20:28). Jesús leiðrétti hann ekki. Títusarbréfið 2:13 hvetur okkur til að bíða í eftirvæntingu „vorrar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.” (Sjá líka Seinna Pétursbréf 1:1). Í Hebreabréfinu 1:8 segir faðirinn um Jesúm: „En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti rétttvísinnar er sproti ríkis þíns.”

Í Opinberunarbókinni var það engill sem leiðbeindi Jóhannesi postula að dýrka einungis Guð (19:10). Margsinnis í Ritningunni er Jesús dýrkaður (Matteus 2:11; 14:33; 28:9, 17; Lúkas 24:52; Jóhannes 9:38). Hann ávítar aldrei fólk fyrir að dýrka sig. Ef Jesús væri ekki Guð, hefði hann beðið fólk að dýrka sig ekki, eins og engillinn í Opinberunarbókinni gerði. Það eru mörg önnur vers og málsgreinar í Ritningunni sem bera vott um guðdómleik Jesú.

Mikilvægasta ástæða þess að Jesús hljóti að vera Guð er sú, að sé hann ekki Guð, hefði dauði hans ekki nægt til að greiða syndagjöld fyrir syndir allrar veraldarinnar (Fyrsta Jóhannesarbréf 2:2). Einungis Guð gæti greitt svo óendanlega sekt. Einungis Guð gæti tekið á sig syndir veraldarinnar (Seinna Korintubréf 5:21), dáið og verið reistur upp frá dauðum – sem sannar sigur hans yfir synd og dauða.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Er Jesús Guð? Taldi Jesús sig vera Guð?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries