settings icon
share icon
Spurning

Hvernig get ég sigrast á syndinni í kristilegu líferni mínu?

Svar


Í Biblíunni segir frá eftirfarandi úrræði sem við höfum til að sigrast á syndum okkar:

(1) Heilagur andi – Gjöf sem Guð hefur gefið okkur (kirkja hans) til að verða sigursæl í kristilegu líferni er Heilagur andi. Guð ber saman dáðir holdsins og ávöxt andans í Galatabréfinu 5:16-25. Í þeirri málsgrein erum við áminnt um að ganga í anda hans. Allir trúaðir eiga þegar Heilagan anda, en málsgreinin segir okkur að við verðum að ganga í Heilögum anda, gefast undir stjórn hans. Þetta þýðir að velja að setja „skóleður” á áminningar Heilags anda í lífi okkar fremur en að eltast við holdið.

Breytingin sem Heilagur andi getur valdið í lífi trúaðra er sýnd í lífi Péturs, sem áður en hann fylltist af Heilögum anda afneitaði Jesú þrisvar, og það eftir að hann sagði að hann myndi fylgja Kristi í dauðann. Eftir að hann fylltist af anda, talaði hann opinskátt og kröftuglega um frelsarann og við Gyðingana á Hvítasunnu.

Maður gengur í andanum og reynir ekki „að loka á“ áminningu andans („slökkva“ andann) eins og sagt er í 1. Þess. 5:19). Og reynir þess í stað að vera fylltur af andanum (Ef. 5:18-21). Hvernig fyllist maður Heilögum anda? Í fyrsta lagi, er það vilji Guðs rétt eins og það var í Gamla testamentinu. Hann valdi einstaklinga og sérstök atvik í Gamla testamentinu til að fylla einstaklinga. Hann kaus að ljúka verki sem hann vildi unnið (1. Mós. 41:38); 2. Mós. 31:3; 1. Mós. 24:2; 1. Sam. 10:10: o.s.frv.). Ég trúi að það sé heimild í Ef. 5:18-21 og Kól. 3:16 um að Guð kjósi að fylla þá sem fylla sjálfa sig með orði Guðs eins og vottað er af þeirri staðreynd að árangur hverrar fyllingar í þessum versum sé svipaður. Þannig leiðir það okkur til næsta úrræðis.

(2) Orð Guðs, Biblían – 2. Tím. 3:16-17 segir að Guð hafi gefið okkur orð sitt til að gera okkur fær um sérhvert góðverk. Það kennir okkur hvernig á að lifa og hverju trúa, það sýnir okkur þegar við höfum valið ranga leið, hjálpar okkur á réttu brautina, og hjálpar okkur að vera á réttu brautinni. Eins og Heb. 4:12 segir er það lifandi og kröftugt og smýgur inn í hjörtu okkar til að uppræta dýpstu vandamál sem í mennsku tilliti er ekki unnt að sigrast á. Sálmaskáldið talar um orkuskipti í Sálmi 119:9; 11; 105 og öðrum versum. Jósúa var sagt að lykillinn að velgengni hans í að sigrast á óvini sínum (hliðstæða við andlega baráttu okkar) væri að gleyma ekki þessari orkulind, heldur hugleiða hana dag og nótt svo hann gæti virt hana fyrir sér. Þetta gerði hann, jafnvel þótt það sem Guð skipaði honum virtist ekki vera herfræðilega skynsamlegt, og þetta var lykillinn að sigri hans fyrir Fyrirheitna landinu.

Þessi orkulind er venjulega sú sem við umgöngumst af léttlyndi. Við veitum henni augnþjónustu með því að fara með Biblíur okkar í kirkju eða lesa daglega guðrækilega kafla, en við getum ekki lagt á minnið, hugleitt hana, leitað að hliðstæðum í lífi okkar, játað syndir, sem hún flettir ofan af, lofað Drottin fyrir gjafir sem hann hefur gefið okkur. Við erum annað hvort með lystarstol eða lotugræðgi þegar kemur að Biblíunni. Við annað hvort innbyrðum nóg til að halda okkur á lífi með því að neyta af orðinu einmitt þegar við förum í kirkju (en aldrei fáum við nóg til að verða heilbrigðir, hraustir kristnir menn) eða við borðum mikið en hugsum aldrei nógu lengi til að fá andlega næringu úr því.

Það er mikilvægt hafirðu ekki gert þér að venju að nema orð Guðs daglega á þýðingarmikinn hátt og leggja þau á minnið þegar á veginum verða málsgreinar sem heilagur andi þrýstir á hjarta þitt, að þú farir að gera venju úr því. Ég legg einnig til að þú byrjir dagbókarskrif annað hvort á tölvu (ef þú vélritar hraðar en þú skrifar) eða á gormabók, eða þess háttar. Gerðu að venju þinni að yfirgefa ekki Orðið fyrr en þú hefur ritað eitthvað sem þú græddir á því. Ég skrái oft bænir til Guðs til að biðja Hann um að breyta sviðum þeim sem Hann hefur líka talað um við mig. Biblían er tæki sem Andinn notar í lífi okkar eða annarra (Ef. 6:17), stór og mikilvægur hluti herbúnings sem Guð gefur okkur til að berjast andlegu baráttunni (Ef. 6:12-18)!

(3) Bæn – Þetta er annað mikilvægt úrræði sem Guð hefur gefið. Enn er þetta úrræði sem kristnir menn veita oft varaþjónustu, en nýta sér ekki nægilega. Við höfum bænafundi, bænastundir og fl. En við nýtum þær ekki eins og frumkristnin gefur dæmi um (Post. 3:1; 4:31; 6:4; 13:1-3 o.fl.). Páll nefnir margsinnis hvernig hann bað fyrir þeim sem hann prédikaði yfir. Né notum við, þegar við erum ein, þetta mikilvæga úrræði sem okkur stendur til boða. En Guð hefur gefið okkur dásamleg loforð varðandi bænir (Matt. 7:7-11; Lúk. 18:1-8; Jóh. 6:23-27; 1. Jóh. 5:14-15, o.fl.). Og aftur bætir Páll þessu við í málsgrein sinni um að undirbúa andlega orrustu (Ef. 6:18)!

Hve mikilvægt er þetta? Þegar þú skoðar Pétur aftur, þá hefurðu orð Krists til hans í Getsemane-garðinum fyrir afneitun hans. Þarna sefur Pétur meðan Jesús er að biðja. Jesús vekur hann og segir, „Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt.“ (Matt. 26:41). Þú, eins og Pétur, vilt gera það sem er rétt en finnur ekki kraftinn til þess. Við verðum að fylgja áminningu Guðs um að halda áfram að leita, berja á dyr, spyrja ... og Hann mun gefa okkur styrk þann sem við þörfnumst (Matt. 7:7f.). En við verðum að veita þessu bjargræði meira en varaþjónustu.

Ég er ekki að segja að bænin sé gædd töframætti. Hún er það ekki. Guð er mikill. Bæn er einfaldlega fólgin í að viðurkenna okkar eigin takmarkanir og óþrotlegan kraft Guðs og snúa okkur til Hans til að gera það sem HANN vill að við gerum (ekki hvað VIÐ viljum gera) (1. Jóh. 5:14-15).

(4) Kirkjan – Þetta síðasta úrræði er líka það sem við viljum horfa fram hjá. Þegar Jesús sendi lærisveina sína út, sendi hann þá tvo og tvo saman (Matt. 10:1). Þegar við lesum um kristniboðsferðalögin í Postulasögunni, þá fóru þeir ekki út einn í einu, heldur í hópum, tveir eða fleiri. Jesús sagði að þar sem tveir eða þrír væru samankomnir í hans nafni, væri hann mitt á meðal þeirra (Matt. 18:20). Hann skipar okkur að hverfa ekki frá samvistum okkar í milli eins og venja sumra væri, heldur nota tímann til að hvetja hver annan í kærleika og góðum verkum (Hebr. 10:24-25). Hann segir okkur að játa syndir okkar hver fyrir öðum (Jakob 5:16). Í vísdómsbókum Gamla testamentisins er okkur sagt að eins og járn brýnir járn, þannig brýni maður mann (Ok. 27:17). „Þrefaldan þráð er eigi auðvelt að slíta.” (Préd. 4:11-12).

Sumir sem ég þekki hafa fundið systkin í Kristi sem tala saman í síma eða augliti til auglitis og deila með sér, hvernig þeim gengur að ganga í Kristi, hvernig þau hafa barist, o.þ.h. og heita að biðja hvert fyrir öðru og gera hvert annað ábyrgt fyrir að nýta sér Orð Guðs í samskiptum sínum, o.þ.h.

Stundum skipast veður snögglega í lofti. Stundum, annars staðar, gerist það hægt. En Guð hefur lofað okkur að þegar við notfærum okkur úrræði Hans, MUNI Hann breyta lífi okkar. Láttu ekki deigan síga í vitund þess að Hann er trúr loforðum sínum!

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hvernig get ég sigrast á syndinni í kristilegu líferni mínu?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries