settings icon
share icon
Spurning

Hvað segir Biblían um samkynhneigð? Er samkynhneigð synd?

Svar


Biblían segir okkur án útúrdúra, að samkynhneigðar athafnir séu syndsamlegar (1. Mós. 19:1-13; 3. Mós. 18:22; Róm. 1:26-27: 1. Kór. 6:9). Rómverjarbréfið 1:26-27 tekur sérstaklega fram að samkynhneigð eigi rætur að rekja til afneitunar og óhlýðni við Guð. Þegar einstaklingur heldur áfram í synd og vantrú, segir Biblían okkur að Guð ofurselji hann jafnvel enn svívirðilegri girndum til að sýna honum fram á tilgangsleysi og vonleysi lífsins fjarri Guði. Fyrra Kórintubréf 6:9 kunngerir að hvorki „hórkarlar né kynvillingar“ muni „Guðs ríki erfa“.

Guð skapar ekki manneskju með samkynhneigðar óskir. Biblían segir okkur að manneskjur verði samkynhneigðar vegna synda (Róm. 1:24-27) og endanlega að eigin ósk. Manneskja kann að vera fædd með meira næmi fyrir samkynhneigð á sama hátt og fólk fæðist með ríkari tilhneigingar til ofbeldis eða annarra synda. Þetta afsakar ekki manneskju sem kýs að syndga með því að láta undan syndugum óskum sínum. Ef manneskja er fædd með ríkari hneigð til reiði eða ofstopa, gefur það henni kannski aukinn rétt til að láta undan slíkri hneigð? Að sjálfsögðu ekki. Sama á við um samkynhneigð.

Hins vegar lýsir Biblían ekki samkynhneigð sem „meiri“ synd en hverri annarri. Öll synd er Guði andstyggileg. Samkynhneigð er einungis ein af mörgum syndum, sem taldar eru upp í Fyrra Kórintubréfi 6:9-10 og valda því, að menn munu ekki „Guðs ríki erfa“. Samkvæmt Biblíunni er fyrirgefning Guðs engu síður boðin samkynhneigðum en hórkörlum, skurðgoðadýrkendum, morðingjum, þjófum o.s.frv. Guð heitir einnig sigurstyrk yfir syndinni, þar með talinni samkynhneigð, öllum þeim sem vilja trúa á Jesúm Krist sér til hjálpræðis (1. Kór. 6:11; 2. Kór. 5:17).

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað segir Biblían um samkynhneigð? Er samkynhneigð synd?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries