settings icon
share icon
Spurning

Hvað merkir að taka á móti Jesú sem persónulegum Frelsara?

Svar


Hefur þú nokkurn tíma tekið á móti Jesú Kristi sem persónulegum Frelsara? Áður en þú svarar, þá skal spurningin útskýrð. Til að skilja spurninguna rétt, þá verðurðu fyrst að skilja rétt „Jesús Kristur”, „ persónulegur” og „Frelsari”.

Hver er Jesús Kristur? Margir eru sammála að Jesús Kristur sé góður maður, mikill kennari, eða jafnvel spámaður Guðs. Þessi atriði eru vissulega sönn um Jesúm, en þau skilgreina ekki hver hann raunverulega er. Biblían segir okkur að Jesús sé Guð holdi klæddur, Guð hafi orðið að mennskri veru (sjá Jóh. 1:1, 14). Guð steig niður af himni til að kenna okkur, lækna okkur, leiðrétta okkur (correct), fyrirgefa okkur – og deyja fyrir okkur! Jesús Kristur er Guð, skaparinn, hæstráðandi. Hefurðu tekið á móti þessum Jesú?

Hvað er Frelsari og hvers vegna þörfnumst við Frelsara? Biblían kennir okkur að við höfum öll syndgað, við höfum öll framið illan gjörning (Róm 3:10-18). Afleiðing syndar okkar er sú að við verðskuldum öll reiði Guðs og dóm. Hin eina réttláta refsing synda framdar gegn óendanlegum og eilífum Guði er óendanleg refsing (Róm 6:23; Revelation 20:11-15). Þess vegna þörfnumst við Frelsara!

Jesús Kristur kom til jarðar og dó fyrir okkur. Dauði Jesú, sem Guðs holdi klædds, var endalaus frelsun fyrir syndir okkar (2 Kor. 5:21). Jesús dó til að greiða sekt synda okkar (Róm 5:8). Jesús greiddi verðið svo við þyrftum þess ekki. Upprisa Jesús frá dauðum sannaði að dauði hans nægði að borga sekt synda okkar. Þess vegna er Jesús hinn eini sanni Frelsari (Jóh. 14:6; Acts 4:12). Treystir þú Jesú sem Frelsara þínum?

Er Jesús „persónulegur” Frelsari þinn? Mörgum finnst kristindómur vera að sækja kirkju, ástunda rituals, að fremja ekki tilteknar syndir. Það er ekki kristindómur. Sannur kristindómur er persónulegt samband við Jesú Krist. Það að taka á móti Jesú sem persónulegum frelsara merkir að setja þína eigin persónulegu trú og traust á hann. Enginn er frelsaður fyrir trú annarra á hann. Engum er fyrirgefið vegna þess að hann gerði ákveðin verk. Eina leiðin til að vera frelsaður er að taka á móti Jesú sem Frelsara þínum, treysta því að með dauða sínum borgaði hann fyrir syndir okkar, og upprisa hans trygging eilífs lífs (Jóh. 3:16).

Er Jesús persónulegur Frelsari þinn? Viljirðu taka á móti Jesú Kristi sem persónulegum Frelsara þínum, segðu eftirfarandi orð við Guð. Mundu, það að segja þessa bæn eða aðra bænir mun ekki frelsa þig. Það er einungis það að treysta Guði sem getur frelsað þig frá synd. Þessi bæn er einfaldlega leið til að tjá Guði trú þína á hann og þakka honum að sjá þér fyrir frelsun. „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna sem ég á skilið svo að mér, fyrir trúna á hann, megi fyrirgefa. Ég sný mér í burt frá synd og set traust mitt á þig svo ég megi frelsast. Ég tek á móti Jesú sem persónulegum Frelsara mínum! Þakka þér fyrir þína dásamlegu náð og fyrirgefningu – gjöfina um eilíft líf! Amen!”

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað merkir að taka á móti Jesú sem persónulegum Frelsara?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries