settings icon
share icon
Spurning

Hvernig þekki ég vilja Guðs með lífi mínu? Hvað kennir Biblían um að þekkja vilja Guðs?

Svar


Það eru tveir lyklar til að þekkja vilja Guðs í tilteknum aðstæðum. (1) Vertu viss um hvað þú ert að biðja eða íhuga að gera sé ekki eitthvað sem Biblían bannar. (2) Vertu viss um að það sem þú ert að biðja um eða ert að íhuga að gera sé eitthvað til að vegsama Guð og hjálpa þér að vaxa andlega. Séu þessi tvö atriði sönn og Guð hafi ekki enn gefið þér það sem þú biður um - þá er það líklega ekki vilji Guðs að þú fáir það sem þú biður um. Eða, kannski, þú þurfir að bíða svolítið eftir því. Að þekkja vilja Guðs er stundum erfitt. Fólk vill í grundvallaratriðum að Guð segi því, hvað það á að gera – hvar skal vinna, hvar skal búa, hverjum að giftast, o.s.frv. Róm. 12:2 segir okkur, „Hegðið yður eigi eftir þessari öld, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.”

Guð gefur fólki sjaldan svo beinar og ákveðnar upplýsingar. Guð leyfir okkur að velja um þessi efni. Eina ákvörðunin, sem Guð vill ekki að við tökum, er ákvörðunin um að syndga eða sporna við vilja hans. Guð vill að val okkar sé í samræmi við vilja hans. En hvernig veistu þá, hver sé vilji Guðs varðandi þig? Ef þú gengur samviskusamlega á vegum Drottins og óskar þess af einlægni að vilji hans ráði í lífi þínu – þá mun Guð leggja óskir sínar á hjarta þitt. Lykilatriði er að þrá vilja Guðs, en ekki þinn eiginn: „þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist“ (Slm. 37:4). Ef Biblían mælir ekki gegn því, og það getur í raun komið þér að andlegu gagni – þá veitir Biblían þér „heimild“ til að taka ákvarðanir og láta hjartað ráða.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hvernig þekki ég vilja Guðs með lífi mínu? Hvað kennir Biblían um að þekkja vilja Guðs?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries