settings icon
share icon
Spurning

Hver er merking lífsins?

Svar


Hver er merking lífsins? Hvernig get ég fundið tilgang, fyllingu og fullnægju í lífinu? Hef ég möguleika á að ljúka einhverju sem hefur varanlegt gildi? Fjöldi fólks hefur aldrei hugleitt, hver merking lífsins er. Það horfir til baka löngu síðar og furðar sig á því, hvers vegna upp úr samböndum þess hafi slitnað og hvers vegna því finnst það vera svo tómt, jafnvel þótt það hafi náð þeim árangri sem það ætlaði sér. Hafnaboltaleikari sem náði upp á tind í hafnaboltahöllinni var spurður, hvað hann hefði viljað að sér hefði verið sagt þegar hann fyrst byrjaði að leika hafnabolta. Hann svaraði: „Ég vildi óska að einhver hefði sagt mér, að þegar maður nær tindinum, þá er ekkert þar.” Mörg takmörk afhjúpa tómleika sinn þegar búið er að eyða mörgum árum í að ná þeim.

Í húmanísku samfélagi okkar eltist fólk við mörg takmörk og heldur að í þeim finni það merkingu. Sumt af þessum eltingarleikjum felur í sér: viðskiptafarsæld, auð, góða vináttu, kynlíf, skemmtun, góðgerðastarsemi o.þ.h. Fólk hefur borið því vitni, að meðan það náði takmarki sínu um auð, sambönd og skemmtanir, var samt enn djúpt tóm innifyrir – tómleikatilfinning sem ekkert virtist geta fyllt.

Höfundur Prédikarans í Biblíunni kveðst hafa þessa tilfinningu þegar hann segir: „Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi.” Þessi höfundur átti ómælanlegan auð, visku umfram aðra menn síns tíma og okkar, konur í hundraðatali, hallir og garða sem voru öfundarefni konungdæma, besta matinn og vínið, og réð yfir skemmtunum af öllu tagi. Og hann sagði einu sinni, að allt sem hjarta sitt girntist fengi hann. Samt komst hann að niðurstöðu um „lífið undir sólinni” (líf sem lifað er eins og það sé það eitt sem við sjáum með augunum og reynum með skynfærunum) sé hégómi! Hvers vegna er þetta tóm? Vegna þess að Guð skapaði okkur í mynd sem við getum ekki reynt í jarðlífinu. Salómon sagði um Guð: „Hann hefur líka látið eilífðina í hjörtu manna…„Í hjörtum okkar skynjum við að „jarðlíf” þetta er ekki allt sem um er að ræða.

Í Fyrstu Mósebók finnum við að Guð skapaði mannkynið í sinni mynd (1:26). Þetta merkir að við erum líkari Guði en öðrum (öðru formi lífs). Við finnum líka að áður en mannkyn féll í synd og bölvunin kom til jarðarinnar, er eftirfarandi satt: (1) Guð gerði manninn að félagsveru (Fyrsta Mósebók 2:18-25); (2) Guð gaf manninum starfa (Fyrsta Mósebók 2:15); (3) Guð átti félagsskap við manninn (Fyrsta Mósebók 3:8); og (4) Guð gaf manninum drottnunarvald yfir jörðinni (Fyrsta Mósebók 1:26). Hver er merking þessara atriða? Ég trúi að Guð hafi ætlað hverju og einu þessara atriða að bæta við fyllingu lífs okkar, en allt varð þetta (sérstaklega félagsskapur manns við Guð) fyrir gagnstæðum áhrifum með syndafallinu og bölvuninni sem kom í kjölfarið (Fyrsta Mósebók 3).

Í Opinberunarbókinni, síðustu bók Biblíunnar, að loknum mörgum heimsendaviðburðum, opinberar Guð að hann muni eyða þessari jörð og himnunum eins og við þekkjum þá og koma á fót eilífðarríkinu með því að skapa nýjan himin og nýja jörð. Þá mun hann endurnýja kynni sín við dæmt mannkyn. Sumt af mannfólkinu hefur þá verið dæmt óverðugt og því kastað í Eldhafið (Opinberunarbókin 20:11-15). Og syndabölvunin verður afnumin; það verða ekki fleiri syndir, sorgir, sjúkdómar, sársauki, o.þ.h. (Opinbberunarbókin 21:4). Og þeir trúuðu munu erfa alla hluti; Guð mun dvelja hjá þeim, og þeir verða synir hans (Opinberunarbókin 21:7). Þannig komum við því heim og saman að Guð skapaði okkur til að hafa félagsskap við sig; maðurinn syndgaði og sleit þeim vinskap; Guð endurreisti þann félagsskap algerlega með þeim sem hann dæmdi verðuga. Nú, með því að ganga gegnum lífið og ná öllum markmiðum og deyja síðan aðskilin frá Guði væri verra en það versta! En Guð hefur skapað leið að gera ekki bara eilífa gleði mögulega (Lúkas 23:43), heldur líka þetta jarðlíf fullnægjandi og mikilvægt. Nú, hvernig verður þessari eilífu alsælu og „himni á jörð” náð?

Merking lífsins endurreist fyrir Jesúm Krist

Eins og gefið er í skyn hér að ofan, er raunveruleg merking bæði nú og í eilífðinni fundin með endurnýjun sambandsins við Guð sem glataðist þegar Adam og Eva féllu í synd. Núna er þetta samband við Guð einungis mögulegt fyrir atbeina sonar hans, Jesú Krists, (Postulasagan 4:12; Jóhannes 14:6; Jóhannes 1:12). Menn öðlast eilíft líf þegar þeir iðrast synda sinna (langar ekki lengur að halda áfram í syndinni en vilja að Kristur breyti þeim og geri þá að nýjum mönnum) og byrja að treysta á Jesúm Krist sem frelsara (sjáið spurninguna „Hvert er hjálpræðið?” til að fá frekari upplýsingar um þetta mikilvæga atriði).

Jæja, raunveruleg merking lífsins verður ekki bara fundin með því að finna Jesúm sem frelsara (eins undursamlegt og það er). Raunveruleg merking lífsins verður fremur fundin þegar maður byrjar að fylgja Kristi sem lærisveinn hans, læra um hann, verja tíma með honum í orði hans, Biblíunni, tala við hann í bænum, og ganga með honum í hlýðni við boðorð hans. Ef þú trúir ekki (eða ert kannsi nýbyrjaður að trúa), segirðu sennilega við þig sjálfan: „Þetta hljómar ekki nógu spennandi eða fullnægjandi fyrir mig!” En lestu endilega aðeins lengur. Jesús sagði eftirfarandi:

„Komið til mín till mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt” (Matteus 11:28-30). „Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fulllri gnægð” (Jóhannes 10:10b). Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það” (Matteus 16:24-25). „Þá munt þú gleðjast yfir DROTTNI, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist” (Sálmarnir 37:4).

Það sem þessi vers segja okkur er, að við eigum val. Við getum haldið áfram að reyna að stjórna eigin lífi (með þeim árangri að lifa innantómu lífi) eða við getum valið að fylgja Guði af heilum hug og lúta vilja hans um líf okkar (með þeim árangri að eiga líf sem lifað er að fullu, þrár hjartans uppfylltar, ánægja og fullnægja uppskorin). Þetta er svona af því að Skaparinn elskar okkur og vill bara það besta handa okkur (ekki endilega auðveldasta líf, en það fyllsta).

Að lokum langar mig að deila með ykkur sögu sem ég fékk að láni hjá presti, vini mínum. Ef þú ert íþróttaáhugamaður og ákveður að fara á kappleik, þá ertu kannski að rífast um nokkra dali og færð „blóðnasa-sæti” í öftustu röðunum á íþróttavellinum eða þú getur kreist fram nokkur hundruð dali og verið nálægt fjörinu. Það er svona í kristnu lífi. Að horfa á Guð að störfum frá FYRSTU HENDI er ekki fyrir þá sem eru sunnudags-kristnir. Þeir hafa ekki greitt gjaldið. Að horfa á Guð að störfum frá FYRSTU HENDI er fyrir hugheilan lærisvein Krists sem hefur sannarlega hætt að fullnægja löngunum sínum í lífinu svo að hann/hún geti helgað sig tilgangi Guðs í lífinu. ÞAU hafa hafa greitt gjaldið (alger uppgjöf fyrir Kristi og vilja hans); þeir eru að upplifa lífið til fullnustu; og þau geta horft framan í sig sjálf, náunga sinn og Skapara án eftirsjár.Hefur þú greitt gjaldið? Ertu fús til þess? Sé svo, þá mun þig ekki framar hungra í merkingu og tilgang.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hver er merking lífsins?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries