settings icon
share icon
Spurning

Hvað kennir Biblían um húðflúr/líkamsgötun?

Svar


Gamla testamentið gaf Gyðingum þessi fyrirmæli: „Og þér skuluð eigi skera skurði í hold yðar fyrir sakir dauðs manns né heldur gera hörundsflúr á yður. Ég er Drottinn.“ Og enda þótt trúað fólk sé ekki lengur undir lögmáli Gamla testamentisins (Róm. 10:4; Gal 3:23-25; Efes. 2:15), þá ætti sú staðreynd, að húðflúr var forboðið, að fá okkur til að spyrja spurninga. Nýja testamentið segir ekki orð um, hvort trúað fólk eigi að fá sér hörundsflúr.

Að því er varðar húðflúr og líkamsgötun er það góður prófsteinn að ganga úr skugga um, hvort við getum af heilum hug og fullum heiðaleik beðið Guð að blessa og hagnýta þessa tilteknu athöfn í sína þágu. „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar“ (1. Kór. 10:31). Biblían leggur ekki bann við hörundsflúri eða líkamsgötun, en hún gefur ekki heldur neitt tilefni til að ætla, að Guð mundi vilja að við fengjum okkur húðflúr eða líkamsgötun.

Annað atriði sem athuga ber er hóglæti. Biblían hvetur okkur til að klæðast hæversklega (1. Tím. 2:9). Einn þáttur í að klæðast hæversklega er að ganga úr skugga um, að allir hlutar líkamans, sem eiga að hyljast klæðum, séu sómasamlega huldir. Hins vegar er grundvallarþáttur hæversku að draga ekki athygli annarra að sjálfum sér. Fólk sem klæðist hæversklega gerir það þannig, að það dregur ekki athygli til sín. Hörundsflúr og líkamsgötun draga hins vegar sannarlega til sín athygli. Í þeim skilningi eru húðflúr og líkamsgötun ekki til vitnis um hæversku.

Mikilvæg biblíuleg spurning, sem Heilög ritning tekur ekki sérstaklega til meðferðar, gengur út á, að ef draga megi í efa, að tiltekin athöfn sé Guði að skapi, þá sé rétt að leiða hana hjá sér. „En sá sem er efablandinn og etur þó, hann er dæmdur af því að hann etur ekki af trú. Allt sem ekki er af trú er synd“ (Róm. 14:23). Við þurfum að hafa í huga, að líkamar okkar hafa ásamt sálinni verið endurleystir og tilheyra Guði. Enda þótt 1. Kór. 6:19-20 fjalli ekki beinlínis um hörundsflúr eða líkamsgötun, þá bendir það á reglu: „Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar.“ Þessi miklu sannindi ættu að skipta miklu um, hvað við gerum og hvernig við förum með líkama okkar. Ef líkamar okkar tilheyra Guði, þá ættum við að ganga úr skugga um „leyfi“ hans áður en við „útbíum“ þá með flúri og götun.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað kennir Biblían um húðflúr/líkamsgötun?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries