settings icon
share icon
Spurning

Hvað segir Biblían um hjónaskilnað og endurgiftingu?

Svar


Hvaða afstöðu sem menn kunna að taka til hjónaskilnaðar, þá er mikilvægt að hafa í huga orð Biblíunnar í Malakí 2:16a: „Því að ég hata hjónaskilnað – segir Drottinn, Ísraels Guð.“ Samkvæmt Biblíunni gengur áætlun Guðs út á ævilangt hjónaband. „Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja (Matt 19:6). Guð skilur hins vegar, að þar eð hjónaband tekur til tveggja syndugra einstaklinga, þá mun skilnaður eiga sér stað. Í Gamla testamentinu lagði hann fram lögmál til að vernda fráskilda aðila, einkum konur (5 M 24:1-4). Jesús benti á, að þessar reglur hefðu verið settar vegna harðúðar mannshjartans, ekki vegna þess að Guð hafi viljað það (Matt 19:8).

Deilan um það, hvort heimild til hjónaskilnaðar og endurgiftingar eigi sér stoð í Biblíunni, snýst einkum um orð Jesú í Matteusarguðspjalli 5:32 og 19:9. Orðin „nema fyrir hórdóm“ eru eini ritningarstaðurinn sem kynni hugsanlega að ljá máls á hjónaskilnaði og endurgiftingu. Margir túlkendur skilja þessa „undantekningarklausu“ þannig, að með „hórdómi“ sé einungis átt við trúlofunarskeiðið. Samkvæmt gyðinglegri hefð voru karl og kona talin gift á trúlofunarskeiðinu. Kynferðisleg lausung á þessu „trúlofunarskeiði“ væri þá eina ástæða skilnaðar.

Hinsvegar getur gríska orðið sem þýtt er með „hórdómi“ haft falið í sér allskyns kynferðislega lausung. Það getur merkt skírlífisbrot, hórdómur, vændi o.s.frv. Jesús kann að vera að segja, að skilnaður sé leyfilegur hafi kynferðisleg lausung átt sér stað. Kynmök eru svo ómissandi þáttur hjónabands , „svo að þau verði eitt hold“ (1Mós 2:24; Matt 19:5; Ef 5:31). Þess vegna gætu slit þessa bands með kynmökum utan hjúskapar talist leyfileg ástæða skilnaðar. Sé það svo, þá hefur Jesús líka endurgiftingu í huga í þessu samhengi. Orðin „og kvænist annarri“ gefa til kynna að skilnaður og endurgifting séu heimil samkvæmt undantekningarklausunni, hvernig svo sem hún er túlkuð. Mikilvægt er að veita því athygli, að einungis saklausa aðilanum er heimilt að giftast aftur. Þó það sé ekki tekið fram í textanum, þá er leyfið til endurgiftingar eftir skilnað einungis veitt þeim sem þolað hefur framhjáhald, ekki þeim sem framdi hjúskaparbrot. Þess kunna að vera dæmi, að „seka aðilanum“ sé leyft að giftast aftur, en að því er ekki ýjað í umræddum texta.

Sumir líta á vers 15 í sjöunda kapítula Korintubréfs sem aðra „undantekningu“, það leyfi endurgiftingu ef trúlaus maki skilur við trúaðan maka. Hins vegar nefnir textinn ekki endurgiftingu, heldur segir einungis. „Ef hinn vantrúaði vill skilnað, þá fái hann skilnað.“ Aðrir halda því fram, að ill meðferð (maka eða barns) sé gild ástæða til skilnaðar, þó þess sé ekki sérstaklega getið í Biblíunni. Enda þótt það geti vel verið rétt, þá er ekki ráðlegt að notfæra sér guðsorð eftir hentugleikum.

Stundum gleymist í umræðunni um undantekningarklausuna, að hvað svo sem hjúskaparbrot merkir, gefur það heimild til skilnaðar, en er ekki krafa um skilnað. Jafnvel þegar hjúskaparbrot er framið geta hjón með hjálp Guðs lært að fyrirgefa og byrja aftur að byggja upp aftur. Guð hefur fyrirgefið okkur svo miklu meira. Við getum áreiðanlega farið að fordæmi hans og jafnvel fyrirgefið hórdómssök (Ef 4:32). En í mörgum tilvikum er makinn iðrunarlaus og heldur áfram saurlífi sínu. Í því samhengi má vel grípa til orðanna í Matt 19:9. Margir hugsa líka of fljótt til endurgiftingar eftir skilnað, þegar Guð kynni að vilja að þeir væru einhleypir. Guð kallar stundum menn til einlífis, svo athygli þeirra sé ekki tvískipt (1Kor 7:32-35). Endurgifting að loknum skilnaði getur verið hugsanlegt val, en það merkir ekki að um annað sé ekki að velja.

Dapurlegt er, að tíðni hjónaskilnaða meðal trúaðra kristinna manna skuli vera jafnhá og meðal trúleysingja. Biblían tekur af öll tvímæli um, að Guð hatar hjónaskilnaði (Mal 2:16) og að sættir og fyrirgefning ættu að auðkenna líf trúaðs manns (Lúk 11:4; Ef 4:32). Hins vegar gerir Guð sér grein fyrir að hjónaskilnaðir eiga sér stað, jafnvel meðal Hans eigin barna. Fráskildum og/eða endurgiftum einstaklingi ætti ekki að finnast hann vera minna elskaður af Guði, jafnvel þó skilnaðurinn og/eða endurgiftingin heyri ekki beint undir hugsanlega undantekningarklausuna hjá Matteusi 19:9. Guð hagnýtir oftlega jafnvel synduga óhlýðni kristinna manna til að koma miklu góðu til leiðar.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað segir Biblían um hjónaskilnað og endurgiftingu?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries