settings icon
share icon
Spurning

Fara gæludýr til himna? Hafa gæludýr sálir?

Svar


Biblían hefur engar sérstakar kenningar um, hvort gæludýr hafi „sálir“ eða verði á himnum. Hins vegar getum við litið á ýmsa almenna ritningarstaði, sem varpa ljósi á efnið. Biblían staðhæfir að bæði maðurinn (1. Mós. 2:7) og dýrin (1. Mós 1:30; 6:17; 7:15,22) hafi lifandi sál. Meginmunurinn á mennskum verum og dýrum er sá, að maðurinn er skapaður í mynd og líkingu Guðs (1. Mós. 1:26-27). Dýrin eru ekki sköpuð í mynd og líkingu Guðs . Að vera skapaður í mynd og líkingu Guðs felur í sér að mennskar verur líkjast Guði, búa yfir andlegum hæfileikum, eru gæddar huga, tilfinningum og vilja, og búa jafnframt yfir þætti sem lifir áfram eftir dauðann. Ef gæludýr hafa „sál“ eða óáþreifanlegan þátt, hlýtur að vera um að ræða eitthvað annað og „lægra“. Þessi mismunur er sennilega til vitnis um, að „sálir“ gæludýra lifi ekki eftir líkamsdauðann.

Annað atriði sem vert er að hugleiða varðandi þessa spurningu er, að Guð skapaði dýrin sem hluta sköpunarverksins í Fyrstu Mósebók. Guð skapaði dýrin og kvað þau vera góð (1. Mós. 1:25). Þess vegna er engin ástæða til að ætla, að ekki geti verið dýr á hinni nýju jörð (Opb. 21:1). Það verða áreiðanlega dýr í þúsundáraríkinu (Jes. 11:6; 65:25). Ekki er nokkur leið að segja til um, hvort einhver þessara dýra kynnu að vera gæludýrin sem við áttum á jörðinni. Við vitum með vissu að Guð er réttlátur og að við munum verða fullkomlega sátt við ákvörðun hans um þetta efni eins og öll önnur, hver sam hún kann að verða.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Fara gæludýr til himna? Hafa gæludýr sálir?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries