settings icon
share icon
Spurning

Guð raunverulegur? Hvernig get ég vitað fyrir víst að Guð er raunverulegur?

Svar


Við vitum að Guð er raunverulegur vegna þess að hann hefur sýnt sig á þrjá vegu: Í sköpun, í Orði sínu, og í syni sínum, Jesú Kristi.

Grundvallarsönnunin um tilveru Guðs er einfaldlega hvað hann hefur gert. „Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður ekki skilið frá verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar” (Rómverjabréfið 1:20). „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngerir verkin hans handa” (Sálmarnir 19:1).

Fyndi ég armbandsúr á miðju túni, mundi ég ekki gera ráð fyrir að það hefði bara „birst” úr lausu lofti eða alltaf verið til. Með því að skoða það gerði ég ráð fyrir að einhver hefði hannað það. En ég sé miklu meiri hönnun og nákvæmni í veröldinni umhvefis okkur. Mæling okkar á tímanum er ekki byggð á armbandsúrum, heldur á handaverki Guðs – reglulegum snúningi jarðar (og geislavirkum eigindum sesíum-133-atómsins). Alheimurinn ber vott um mikla hönnun, og þetta sýnir að þar var að verki mikill hönnuður.

Fyndi ég dulkóðuð skilaboð, myndi ég leita að dulmálssérfræðingi til að hjálpa mér að ráða dulmálið. Mitt mat væri að þarna væri skynsamur sendandi á ferð, einhver sem skóp dulmálið. Hve flókið er ekki DNA-„dulmálið” sem við berum í hverri frumu líkamans? Sýnir ekki margbrotið eðli og tilgangur DNA að Vitiborinn höfundur sé að verki?

Það er ekki bara að Guð hafi búið til flókinn og fínstilltan efnisheim. Hann hefur einnig lagt tilfinningu fyrir eilífðinni í brjóst hverrar manneskju (Prédikarinn3:11). Mannkynið ber meðfætt skyn á, að það sé fleira í lífinu en augað sér, að til sé tilvera æðri en þessi jarðbundni hversdagsleiki. Tilfinning okkar fyrir eilífðinni birtist í að minnsta kosti á tvo vegu: í lagasmíð og tilbeiðslu.

Sérhvert menningarskeið sögunnar hefur virt ákveðin siðferðislögmál, sem eru ótrúlega svipuð milli menninga. Til dæmis er hugsjón kærleikans virt alls staðar í heiminum, en lygi er hvarvetna fordæmd. Þessi sameiginlega siðferðiskennd – þessi hnattræni skilningur á réttu og röngu – bendir til Æðri siðferðisveru sem gæddi okkur slíkri samvisku.

Á sama hátt hefur fólk um víða veröld, án tillits til menningar, ávallt ræktað með sér tilbeiðslukerfi. Markmið tilbeiðslunnar getur verið mismunandi, en tilfinning fyrir „æðra mætti” er óhrekjanlegur partur af því að vera mennskur. Hneigð okkar til að tilbiðja er í samræmi við þá staðreynd að Guð skapaði okkur „í sinni eigin mynd” (Fyrsta Mósebók 1:27).

Guð hefur einnig opinberað sig í Orði sínu, Biblíunni. Frá upphafi til enda Ritningarinnar er fjallað um tilvers Guðs sem sjálfsagðan hlut (Fyrsta Mósebók 1:1; Önnur Mósebók 3:14). Þegar Benjamín Franklín skrifaði sjálfsævisögu sína eyddi hann ekki tíma í að reyna að sanna tilveru sína. Eins eyðir Guð ekki miklum tíma í að sanna eigin tilveru í sinni bók. Umskapandi eðli Biblíunnar, heiðarleiki hennar og kraftaverkin, sem fylgdu ritun hennar, ættu að nægja til að kalla á frekari skoðun.

Þriðja birtingarmynd Guðs er í syni hans, Jesú Kristi (Jóhannes 14:6-11). „Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð… Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum”(Jóh. 1:1,14). „Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega” (Kólossubéfið 2:9).

Í undursamlegu lífi Jesú virti hann öll lög Gamla testamentisins fullkomlega og uppfyllti spádómana um Messías (Matteus 5:17). Hann vann ótölulegan fjölda líkbaverka og opinberra kraftaverka til að færa sönnur á boðskap sinn og vitna um guðdómleik sinn Jóhannes 21:24-25). Síðan gerðist það þremur dögum eftir krossfestinguna, að hann reis upp frá dauðum, atburður sem staðfestur var af hundruðum sjónarvotta (Fyrra Korintubréf 15:6). Sögulegar heimildir eru yfirfullar af „sönnunum” um hver Jesús er. Eins og Páll postuli sagði: „Það hefur ekki gjörst í neinum afkima” (Postulasagan 26:26).

Við vitum að það verða ævinlega til efasemdamenn sem ala á eigin hugmyndum um Guð og lesa sönnunargögn í samræmi við það. Og svo eru aðrir sem ekkert magn sannana nægir til að sannfæra (Sálmarnir 14:1). Þetta er allt spurning um trú (Hebreabréfið 11:6).

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Guð raunverulegur? Hvernig get ég vitað fyrir víst að Guð er raunverulegur?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries