settings icon
share icon
Spurning

Er eilíft öryggi biblíulegt?

Svar


Þegar fólk kynnist Kristi sem frelsara sínum, er því komið í samband við Guð sem tryggir því eilíft öryggi. Í Júdasarbréfi 24 segir: „En honum, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði.“ Vald Guðs getur forðað trúuðum manni frá falli. Það er á valdi hans, ekki okkar, að láta okkur koma fram fyrir dýrð hans. Eilíft öryggi okkar stafar af því að Guð varðveitir okkur, ekki af því að við varðveitum eigið hjálpræði.

Drottinn Jesús Kristur lýsti yfir þessu: „Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni ... og enginn getur slitið þá úr hendi föðurins“ (Jóh. 10:28-29b). Bæði Jesús og Faðirinn halda okkur örugglega í hendi sér. Hver fengi nokkurn tíma slitið okkur úr hendi Föðurins og Sonarsins?

Efesusbréfið 4:30 segir okkur að þeir trúuðu séu „innsiglaðir ... til endurlausnardagsins“. Ef þeir trúuðu ættu ekki eilíft öryggi, þá gæti innsiglið ekki enst til endurlausnardagsins, heldur einungis til dags syndar, afneitunar eða vantrúar. Jóhannesarguðspjall 3:15-16 segir okkur að hver sá sem trúir á Jesúm Krist skuli „hafa eilíft líf“. Hafi manni verið heitið eílífu lífi, en það síðan tekið frá honum, þá var það reyndar aldrei „eilíft“. Ef eilíft öryggi væri ekki sannleikanum samkvæmt, þá væri fyrirheit Biblíunnar um eilíft líf villa.

En máttugustu röksemd fyrir eilífu öryggi er að finna í Rómverjabréfinu 8:38-39: „Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.“ Eilíft öryggi okkar byggist á ást Guðs á þeim sem hann hefur endurleyst. Eilíft öryggi okkar var keypt af Kristi, var lofað af Föðurnum og var innsiglað af Heilögum anda.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Er eilíft öryggi biblíulegt?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries