settings icon
share icon
Spurning

Hverjir eru eiginleikar Guðs? Hvernig er Guð?

Svar


Góðu fréttirnar, þegar við reynum að svara spurningunni, eru þær að það er margt að uppgötva í sambandi við Guð! Þeim sem ígrunda þessa skýringu þykir það kannski hjálpa að lesa þetta fyrst í gegn; síðan fara og fletta upp völdum málsgreinum úr Ritningunni til frekari skýringar. Tilvísanir Ritningarinnar eru algerlega nauðsynlegar, því án heimilda Biblíunnar er þetta samsafn orða ekkert betra en skoðun manns, sem æði oft er ekki réttur skilningur á Guði (Jobsbók 42:7). Að segja að okkur sé mikilvægt að reyna að skilja eigindir Guðs eru engar ýkjur. Að gera það ekki gæti valdið því að við stofnum til, eltumst við, og dýrkum falska guði andstætt vilja hans (Önnur Mósebók 20:3-5).

Einungis það sem Guð hefur sjálfur valið að opinbera er unnt að þekkja. Einn eiginleiki Guðs eða hæfileiki er „ljósið”, sem merkir að hann er að afhjúpa upplýsingar um sjálfan sig. (Jesaja 60:19), Jakobsbréfið 1:17). Þann raunveruleika, að Guð hefur afhjúpað þekkingu um sjálfan sig, á ekki að hunsa, svo einhver okkar dragist ekki aftur úr þegar gengið er inn til hvíldar hans(Hebreabréfið 4:1). Sköpunin, Biblían og Orðið sem varð hold (Jesús Kristur) munu hjálpa okkur að þekkja hvernig Guð er.

Byrjum á því að gera okkur grein fyrir, að Guð er skapari okkar og við erum hluti af sköpunarverki hans (Fyrsta Mósebók 1:1; Sálmarnir 24:1). Guð sagði að maðurinn sé skapaður í hans mynd. Maðurinn er ofar öðru sköpunarverki og var gefið drottnunarvald yfir því (Fyrsta Mósebók 1:26-28). Sköpunarverkinu er spillt með ‘syndafallinu’ en veitir samt innsýn í verk hans (Fyrsta Mósbók 3:17-18; Rómverjabréfið 1:19-20). Með því að hugsa um mikilleik sköpunarverksins, hve flókið það er og ægifagurt, fáum við tilfinningu ægivaldi Guðs.

AÐ fletta upp nokkrum nöfnum Guðs getur hjálpað í leit okkar að eigindum Guðs. Þau eru:

Elohim – Hinn sterki, guðlegi (Fyrsra Mósebók 1:1).
Adonai – Drottinn, sem bendir til meistara-þjóns-sambands (Önnur Mósebók 4:10,13).
El Elyon – Hinn hæsti. Sá sterkasti (Fyrsta Mósebók 16:13).
El Roi – Hin máttugi, sjáandinn (Fyrsta Mósbók 16:13).
El Shaddai – Almáttugur Guð (Genesis 17:1).
El Olam – eilífur Guð (Jesaja 40:28).
Jahweh – DROTTINN „Ég er”, sem merkir hinn eilífi Guð, óháður öllu öðru (3:13, 14).

Við höldum nú áfram með því að rannsaka aðra eiginleika Guðs; Guð er eilífur, hann á ekkert upphaf, og tilvera hans mun engan enda taka. Hann er ódauðlegur, óendanlegur (Fimmta Mósebók 33:27; Sálmarnir 90:2; FyrraTímóteusarbréf 1:17). Guð er óumbreytanlegur, sem merkir að hann getur ekki breyst; þetta merkir að hann er fullkomlega áreiðanlegur og traustins verður (Malakí 3:6; Fjórða Mósebók 23:19; Sálmarnir 102:26, 27). Guð er ósambærilegur, sem merkir að enginn er honum líkur í verki eða veru; hann er engum líkur og fullkominn (Seinni Samúelsbók 7:22; Sálmarnir 86:8; Jesaja 40:25; Matteus 5:48). Guð er órannsakanlegur, sem merkir að hann er ómælanlegur, ekki unnt að leita að honum, né skilja hann fullkomlega (Jesaja 40:28; Sálmarnir 145:3; Rómverjabréfið 11:33, 34).

Guð er réttlátur í þeirri merkingu að hann fer ekki í manngreinarálit, gerir ekki upp á milli manna (Fimmta Mósebók 32:4); Sálmarnir 18:30). Guð er almáttugur, í þeirri merkingu að hann sé alvaldur; hann getur gert allt sem hann langar til, en gjörðir hans verða alltaf í samræmi við persónugerð hans alla (Opinberunarbókin 19:6; Jeremías 32:17,27). Guð er allt um kring í þeirri merkingu að hann sé alltaf nálægur, alls staðar. Þetta merkir ekki að Guð sé allt (Sálmarnir 139:7-13; Jeremías 23:23). Guð er alvitur sem merkir að hann þekkir fortíð, nútíð og framtíð, jafnvel hvað við hugsum hverja stund; þar sem hann þekkir allt þá mun réttlæti hans ávallt vera útdeilt á sanngjarnlega (Sálmarnir 139:1-5; Orðskviðirnir 5:21).

Guð er einn sem merkir að ekki aðeins, að það er enginn annar, en líka að hann er sá eini sem getur mætt dýpstu þörfum og þrám hjartna okkar, og hann einn er verðugur dýrkunar okkar og hollustu (Fimmta Mósebók 6:4). Guð er réttlátur í þeirri merkingu að Guð getur ekki horft fram hjá ranglæti: það er vegna sanngirni sinnar og réttlætis að til þess að fyrirgefa okkur syndirnar varð Jesús að gangast undir dóm Guðs þegar syndir okkar voru lagðar honum á gerðar (Önnur Mósebók 9:27; Matteus 27:45-46; Rómverjabréfið 3:21-26).

Guð er alvaldur í þeirri merkingu að hann er æðstur; öll sköpun hans hans, getur hvorki vitandi né óvitandi ruglað ætlunarverk hans (Sálmarnir 93:1; 95:3; Jeremías 23:20). Guð er andi í þeirri merkingu að hann er ósýnilegur (Jóhannes 1:18; 4:24). Guð er Þrenning í merkingunni að hann er þríeinn, sá sami í efni, jafn í valdi og vegsemd. Takið eftir að í fyrstu málsgrein Ritningarinnar er vísað til þess að ‘nafnið’ er í eintölu þótt það vísi til þriggja mismunandi persóna. „Faðir, Sonur, Heilagur Andi” (Matteus 28:19; Markús 1:9-11). Guð er sannleikur í merkingunni að hann er í samræmi við allt sem hann er, Hann mun verða óspillanlegur og getur ekki logið (Sálmarnir 117:2; Fyrri Samúelsbók 15:29).

Guð er heilagur í merkingunni að hann er aðskilinn allri siðferðislegri saurgun og andsnúinn henni. Guð sér allt illt og það gerir hann reiðan; eldur er gjarnan nefndur í Ritningunni í samhengi við heilagleika. Til Guðs er vísað sem eldsloga eða glóandi kols (Jesaja 6:3; Habakkuk 1:13; Önnur Mósebók 3:2, 4,5; Hebreabréfið 12:29). Guð er náðugur – það innifelur góðsemi hans, gæsku, miskunn, og kærleika – orð sem varpa mismunandi blæ til gæsku hans. Ef ekki væri fyrir náð Guðs, virtist svo sem aðrar eigindir hans mundu skilja okkur frá honum. Til allrar hamingju er sú ekki raunin, því hann langar til að kynnast hverju okkar persónulega (Önnur Mósebók 34:6; Sálmarnir 31:19; Fyrra Pétursbréf 1:3; Jóhannes 3:16, Jóhannes 17:3).

Þetta var einungis hæversk tilraun til að svara gríðarstórri spurningu. Látið hvetjast til að halda áfram að leita hans (Jeremías 29:13).

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hverjir eru eiginleikar Guðs? Hvernig er Guð?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries