settings icon
share icon
Spurning

Hvað er kristin trú og hverju trúa kristnir menn?

Svar


Í Fyrra Korintubréfi 15:1-4 segir: „Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í. Fyrir það verðið þér og hólpnir ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarernidið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið. Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.”

Í hnotskurn er þetta trú kristninnar. Kristnin er einstök meðal allra annarra trúarbragða, vegna þess að hún gengur fremur út á samband en trúariðkun. Í stað þess að festa sig við „hvað má og hvað ekki” er takmark kristninnar að rækta gönguna með Guði föður. Það samband er gert mögulegt vegna framtaks Jesú Krists, og þjónustu Heilags anda í lífi kristinnar sálar.

Kristnir menn trúa því, að Biblían sé innblásin, óskeikult orð Guðs og boðskapur hennar sé hið endanlega kennivald (Seinna Tímóteusarbréf 3:16; Seinna Pétursbréf 1:20-21). Kristnir menn trúa á einn Guð sem birtist í þremur persónum, Föður, Syni (Jesú Kristi), og Heilögum anda.

Kristnir menn trúa því, að mannkynið hafi sérstaklega verið skapað til að vera í samfélagi við Guð, en að synd skilji alla menn frá Guði (Rómverjabréfið 5:12; Rómverjabréfið 3:23). Kristnin kennir að Jesús Kristur hafi gengið á jörðinni sem fullkominn Guð og samtímis fullkominn maður (Filippíbréfið 2:6-11) og dáið á krossinum. Kristnir menn trúa því, að eftir dauða hans á krossi, hafi hann verið grafinn, risið aftur upp frá dauðum, og sitji nú við hægri hönd Föðurins og hafi eilíflega meðalgöngu fyrir þá sem trúa. (Hebreabréfið 7:25). Kristnin kunngerir að dauði Jesú á krossinum hafi nægt til að greiða fullkomlega syndagjöld allra manna, og það er þetta sem tengir aftur rofið sambandið milli Guðs og manns (Hebreabréfið 9:11-14, 10:10; Rómverjabréfið 6:23, 5:8).

Til þess að frelsast verður maður einfaldlega að trúa fullkomlega á aflokið verk Krists á krossinum. Ef einhver trúir að Kristur hafi dáið í stað hans sjálfs og greitt gjöld hans eigin synda og risið upp aftur, þá er sá hinn sami hólpinn. Það er ekkert sem neinn getur gert til að verðskulda hjálpræði. Enginn er „nógu góður” til að þóknast Guði af eigin rammleik, því öll erum við syndarar (Jesaja 63:6-7, 53:6). Í annan stað er ekkert meira að gera, vegna þess að Guð hefur gert allt! Þegar Jesús var á krossinum sagði hann: „Það er fullkomnað” (Jóhannes 19:30).

Alveg eins og ekkert er hægt að gera til að öðlast hjálpræði, þegar einhver er einu sinni búinn að setja sitt traust á Krist á krossinum, þá er ekkert sem neinn getur gert til að glata hjálpræðinu. Munið, verkið var gert og fullkomnað af Kristi! Ekkert við frelsi er háð því hver þiggur það! Í Jóhannesi 10:27-29 segir hann: „Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni. Faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er meiri en allir, og enginn getur slitið þá úr hendi föðursins.”

Kannski hugsa sumir: „Þetta er gott – strax og ég er frelsaður get ég gert allt sem mér sýnist, án þess að glata hjálpræðinu!” En hjálpræðið gengur ekki út á það að vera frjáls til að gera það sem mann langar til. Frelsið felst í því að vera frjáls undan því að þurfa að þjóna sínu gamla synduga eðli og að vera frjáls til að sinna réttu samneyti við Guð. Svo lengi sem trúað fólk lifir á jörðinni í syndugum líkömum sínum, verður stöðug barátta við að láta undan syndinni. Að lifa í synd hindrar samband það sem Guð hefur við mannkynið, og svo lengi sem maður lifir í synd sem trúaður maður, mun hann ekki njóta þess félagsskapar sem Guð hafði fyrirhugað. Samt sem áður geta kristnir menn sigrað í baráttunni við syndina með því að lesa og nota Guðs orð (Biblíuna) og láta stjórnast af Heilögum anda, þ.e.a.s. lúta áhrifum Andans og leiðsögn í öllum kringumstæðum hversdagsins, og hlýða orði Guðs fyrir atbeina Andans.

Það er því þannig, að meðan margskonar trúarbrögð krefjast þess, að áhangendur þeirra framkvæmi vissa hluti eða láti eitthvað ógert, þá leggja kristnir menn áherslu á að njóta félagsskapar við Guð. Kristnin er fólgin í því að trúa, að Kristur dó á krossinum til að afplána synd þína, og reis upp aftur. Skuld syndar þinnar er greidd og þú getur átt samneyti við Guð. Þú getur sigrast á syndugu eðli þínu og gengið fram í félagsskap og hlýðni við Guð. Það er sönn kristni í anda Biblíunnar.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað er kristin trú og hverju trúa kristnir menn?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries