settings icon
share icon
Spurning

Hver var kona Kains? Var kona Kains systir hans?

Svar


Biblían greinir ekki sérstaklega frá, hver var kona Kains. Eina hugsanlega svarið var að kona Kains hafi verið systir hans eða frænka eða dóttir bróðursonar hans, o.s.frv. Biblían greinir ekki frá, hve gamall Kain var þegar hann var myrtur af Abel (1. Mós. 4:8). Þar sem þeir voru báðir bændur voru þeir sennilega báðir uppkomnir, huganlega komnir með eigin fjölskyldur. Adam og Eva hafa áreiðanlega átt fleiri börn en einungis Kain og Abel, þegar Abel var myrtur – þau eignuðust vissulega fleiri börn síðar (1. Mós. 5:4). Sú staðreynd að Kain óttaðist um eigið líf eftir að hann myrti Abel (1. Mós.. 4:14) bendir til þess að það voru líklega mörg fleiri börn og jafnvel barnabörn eða barnabarnabörn Adams og Evu á þessum tíma. Kona Kains (!.Mós. 4:17) var dóttir eða dótturdóttir Adams og Evu.

Þar sem Adam og Eva voru fyrstu (og einu) mannverurnar, áttu börn þeirra engra annarra kosta völ en að giftast innbyrðis. Guð bannaði ekki skyldmenna-hjónabönd þar til miklu síðar, þegar nóg var til af fólki svo að innbyrðis hjónabönd voru óþörf (3.Mós. 18:6-18). Ástæða þess að blóðskömm veldur oft erfðafræðilegri vansköpun í börnum er sú, að þegar tvær manneskjur með svipaðar erfðir (þ.e. bróðir og systir) eiga börn saman – eru erfðafræðilegir gallar mun líklegri til að koma fram, vegna þess að báðir foreldrar höfðu sömu galla sjálfir. Þegar börn frá ólíkum fjölskyldum eignast börn – er mjög ólíklegt að báðir foreldrar hafi sama erfafræðilega galla. Mannlegt erfðamengi hefur jafnt og þétt „mengast“ gegnum aldirnar þegar erfðafræðilegir gallar marfölduðust, styrktust og fluttust milli kynslóða. Adam og Eva höfðu enga erfðafræðilega galla, sem varð til þess að fyrstu kynslóðir afkomenda þeirra nutu betri heilsu en við gerum nú. Börn Adams og Evu höfðu fáa, ef nokkra, erfðagalla. Afleiðing þessa var sú, að þau máttu giftast hvort öðru. Má vera að það virðist einkennilegt og jafnvel viðbjóðslegt að hugsa sér konu Kains sem systur hans. Í upphafi, úr því Guð byrjaði með einn mann og eina konu, átti önnur kynslóð ekki annarra kosta völ en giftast innbyrðis.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hver var kona Kains? Var kona Kains systir hans?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries