settings icon
share icon
Spurning

Hvað segir Biblían um neyslu áfengis eða léttvíns? Er það kristnum manni syndsamlegt að neyta áfengis eða léttvíns?

Svar


Ritningin hefur að geyma margar viðvaranir varðandi áfengisneyslu (3Mós 10:9; 4Mós 6:3; 5Mós 29:6; Dóm 13:4,7,14; 1Sam 1:15; Okv 20:1; 31:4,6; Jes 5:11,22; 24:9; 18:7; 29:9; 56:12; Mík 2:11; Lúk 1:15). Hins vegar meinar Ritningin ekki endilega kristnum mönnum að drekkja bjór, léttvín eða aðra drykki sem innihalda alkóhól. Satt að segja fjalla sum rit Biblíunnar með jákvæðum hætti um alkóhól. í Prédikaranum 9:7 segir: „drekk vín þitt með glöðu hjarta“ . Í Sálmunum 104:14-15 segir að Guð gefi „vín sem gleður hjarta mannsins“. Hjá Amosi 9:14 er talað um að „planta víngarða og drekka vín úr þeim“ til marks um blessun Guðs. Jesaja 55:1 kemst svo að orði: „Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!“

Það sem Guð leggur fyrir kristna menn varðandi alkóhól er að forðast ölvun (Ef 5:18). Biblían fordæmir ölvun af afleiðingum hennar (Ok 23:29-35). Sömuleiðis er lagt fyrir kristna menn að láta ekki líkama sína vera „þræla“ neins (1 Kor 6:2; 2Pét 2:19). Að neyta alkóhóls í óhófi er óneitanlega vanabindandi. Ritningin bannar líka kristnum mönnum að gera neitt það sem hneykslað gæti aðra kristna menn eða hvatt þá til að syndga gegn samvisku sinni (1 Kor 8:9-13). Í ljósi þessara lífsreglna væri það hverjum kristnum manni í hæsta máta torvelt að halda því fram að hann drykki alkóhól Guði til dýrðar (1 Kor 10:31).

Jesús breytti vatni í vín. Svo virðist jafnvel vera sem Jesús hafi öðru hverju drukkið léttvín (Jóh 2:1-11). Á tímum Nýja testamentisins var vatn ekki sérlega hreint. Þar eð ekki var til að dreifa hreinlætisráðstöfunum nútímamanns var vatnið oftlega mengað bakteríum, veirum og allra handa mengunarvöldum. Sama á við í samtímanum um mörg lönd þriðja heimsins. Þetta leiddi til þess að fólk drakk gjarna vín (eða ávaxtasafa) vegna þess að minni líkur voru á mengun. Í 1 Tím 5:23 var Páll að gefa Tímóteusi fyrirmæli um að hætta að neyta vatns (sem sennilega olli honum magaverkjum) og drekka heldur vín. Á þeim tíma var vínið gerjað (innihélt alkóhól), en ekki í endilega í sama mæli og nú gerist. Ekki er rétt að segja að um hafi verið að ræða ávaxtasafa og sömuleiðis er rangt að líkja víni á þeim tíma við vín nútímans. Ritningin bannar ekki endilega kristnum mönnum að drekka bjór, vín eða aðra drykki blandaða alkóhóli. Út af fyrir sig er alkóhól ekki mengað synd. Fremur eru það ölvun og drykkjuhneigð sem kristinn maður á fyrir hvern mun að forðast (Ef 5:18; 1 Kor 6:12).

Alkóhól sem neytt er í litlu magni er hvorki skaðlegt né vanabindandi Ef satt skal segja, mæla sumir læknar með því, að dreypt sé á rauðvíni í smáum skömmtum í heilsubótarskyni, einkanlega til hjartastyrkingar. Neysla lítils magns alkóhóls er spurning um kristið frelsi. Ölvun og fíkniávani eru syndsamleg. Séu hins vegar hafðar í huga áhyggjur Biblíunnar út af alkóhóli og áhrifum þess vegna auðveldrar freistingar til ofneyslu og vegna hættunnar á að hneyksla eða tæla aðra – þá er að öllu samanlögðu heppilegast fyrir kristna menn að láta ógert að neyta alkóhóls.

EnglishTil baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað segir Biblían um neyslu áfengis eða léttvíns? Er það kristnum manni syndsamlegt að neyta áfengis eða léttvíns?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries