settings icon
share icon
Spurning

Hvernig get ég vitað með vissu að ég fari til himins þegar ég dey?

Svar


Veistu með fullri vissu að þú hafir eilíft líf og farir til himins þegar þú deyrð? Guð vill að þú sért viss! Biblían segir: „Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf” (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:13). Setjum svo að þú stæðir frammi fyrir Guði á þessari stund og hann spyrði þig: „Hvers vegna ætti ég að leyfa þér að fara til himins?” Hvað mundir þú segja? Verið getur að þú vitir ekki, hverju þú átt að svara. Það sem þú þarft að vita er, að Guð elskar okkur og hefur fundið leið til þess að við getum vitað með vissu, hvar við munum verja eilífðinni. Biblían segir það með þessum hætti: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf” (Jóhannes 3:16).

Fyrst verðum við að skilja vandamálið sem heldur okkur frá himninum. Vandamálið er þetta – syndugt eðli okkar kemur í veg fyrir að við séum í sambandi við Guð. Við erum syndarar bæði að eðli og eigin vali. „En allir hafa syndgað og skortir dýrð Guðs” (Rómverjabréfið 3:23). Við getum ekki frelsað okkur sjálf. „Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf” (Efesusbréfið 2:8-9). Við verðskuldum dauða og djöful. „Laun syndarinnar er dauði” (Rómverjabréfið 6:23).

Guð er heilagur og réttlátur og verður að refsa syndinni, en samt elskar hann okkur og hefur aflað fyrirgefningar fyrir syndir okkar. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig” (Jóhannes 14:6). Jesús dó fyrir okkur á krossinum. „Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs” (Fyrra Pétursbréf 3:18). Jesús var reistur upp frá dauðum. „Hann sem var framseldur vegna misgjörða vorra og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn” (Rómverjabréfið 4:25).

Snúum okkur þá aftur að upphaflegu spurningunni – „Hvernig get ég vitað með vissu, að ég komist til himins þegar ég dey?” Svarið er – trúðu á Drottin Jesúm Krist og þú munt hólpinn verða (Postulasagan 16:31). „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn” (Jóhannes 1:12). Þú getur þegið eilíft líf sem ÓKEYPIS gjöf. „Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum” (Rómverjabréfið 6:23). Þú getur lifað fullu og merkingarbæru lífi strax á þessari stundu. „Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð” (Jóhannes 10:10). Þú getur varið eilífðinni á himnum í félagi við Jesú, því hann lofaði: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er” (Jóhannes 14:3).

Ef þú vilt þiggja Jesúm Krist sem frelsara þinn og taka við fyrirgefningu Guðs, þá er hér lítil bæn sem þú getur beðið. Það mun ekki frelsa þig að fara með þessa bæn né neina aðra. Einungis traustið á Jesú Kristi getur aflað fyrirgefningar syndanna. Þessi bæn er einfaldlega leið til að tjá Guði trú þína á hann og þakka honum fyrir að afla þér fyrirgefningar. „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna sem ég verðskulda, svo mér yrði fyrirgefið fyrir trúna á hann. Ég sný baki við syndum mínum og set traust mitt um hjálpræði á þig. Þakka þér undursamlega náð þína og fyrirgefningu! Amen!”

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvernig get ég vitað með vissu að ég fari til himins þegar ég dey?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries