settings icon
share icon
Spurning

Hvernig öðlast ég fyrirgefninu Guðs?

Svar


Í Postulasögunni 13:38 segir „Það skuluð þér vita, bræður, að yður er fyrir Hann boðuð fyrirgegning syndanna.“

Hvað er fyrirgefning og hvers vegna þarf ég hennar með?

Sögnin ‘fyrirgefa’ merkir að má burt eða eyða, gefa upp sakir, strika út skuld. Þegar við gerum einhverjum rangt til, leitum við fyrirgefningar til að endurnýja eðlilegt samband. Fyrirgefning er ekki veitt vegna þess að einhver verðskuldi fyrirgefningu. Enginn á skilið að hljóta fyrirgefninu. Fyrirgefning á rót sína í kærleika, miskunnsemi og göfuglyndi. Fyrirgefning er ákvörðun um að láta annan ekki gjalda þess að hafa gert eitthvað á hluta þinn.

Biblían segir okkur að við höfum öll þörf fyrir fyrirgefningu Guðs. Öll höfum við syndgað. Prédarinn 7:20 segir: „Enginn réttlátur maður er til á jörðinni, er gjört hafi gott eitt og aldrei syndgað.“ Í Fyrsta Jóhannesarbréfi 1:8 segir: „Ef vér segjum: „Vér höfum ekki synd“, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss.„ Endanlega er öll synd uppreisn gegn Guði (Sálmarnir 51:4). Af þeim sökum höfum við brýna þörf fyrir fyrirgefningu Guðs. Séu syndir okkar ekki fyrirgefnar, munum við um alla eilífð þjást vegna afleiðinganna af syndum okkar (Mattheus 25:46; Jóhannes 3:36).

Fyrirgefning – Hvernig öðlast ég hana?

Sem betur fer er Guð elskuríkur og miskunnsamur – áfjáður að fyrirgefa syndir okkar. Í Seinna Pétursbréfi 3:9 segir: „Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinn glatist, heldur að allir komist til iðrunar.“ Guð langar til að fyrigefa okkur, og þess vegna hefur hann séð okkur fyrir fyrirgefningu.

Eina réttláta refsing fyrir syndir okkar er dauði. Í Rómverjabréfinu 6.23 segir: „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ Eilífur dauði er það sem við eigum skilið fyrir syndir okkar. Í fullkominni áætlun sinni gerðist Guð mennsk vera – Jesús Kristur (Jóhannes 1:1,14). Jesús dó á krossinum og tók sig refsinguna sem við höfðum unnið til – dauðann. Seinna Kórintubréf 5:21 kennir okkur: „Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.“ Jesús dó á krossinum með því að taka á sig refsinguna sem við höfðum unnið til! Sem Guð aflaði Jesús með dauða sínum fyrirgefningar á syndum gervallrar veraldarinnar. Í Fyrsta Jóhannesarbréfi 2:2 segir: „Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.“ Jesús reis upp frá dauðum og lýsti yfir sigri yfir synd og dauða (Fyrra Kórintubréf 15:1-28). Lof sé Guði fyrir dauða og upprisu Jesú Krists og þau sannindi Rómverjabréfs 6:23, að „náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“

Viltu fá syndir þínar fyrirgefnar? Hefurðu þá nagandi sektarkennd, sem þér finnst þú ekki geta losnað við? Fyrirgefning synda þinna er fyrir hendi ef þú fæst til að setja traust þitt á Jesúm Krist sem frelsara þinn. Í Efesusbréfinu 1:7 segir: „Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra.“ Jesús greiddi skuldina fyrir okkur, svo við gætum hlotið fyrirgefningu. Allt sem þú þarft að gera er að biðja Guð að fyrirgefa þér í Jesú nafni, í vissu þess að Jesús hafi dáið til að greiða fyrirgefningu þína – og Hann mun fyrirgefa þér! Jóhannes 3:16-17 flytur þennan undursamlega boðskap: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki son sinn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“

Fyrirgefning - er hún raunverulega svona einföld?

Já, hún er ekki flóknari en þetta! Þú getur ekki áunnið þeir fyrirgefningu Guðs. Þú getur ekki borgað fyrir fyrirgefningu Guðs. Þú getur bara þegið hana, fyrir trú, fyrir náð og miskunn Guðs. Ef þú vilt taka við Jesú Kristi sem frelsara þínum og þiggja fyrirgefningu Guðs, þá er hér bæn sem þú getur beðið. Að fara með þessa bæn eða hvaða bæn aðra sem vera skal mun ekki frelsa þig. Það er aðeins traustið á Jesú Kristi sem getur aflað fyrirgefningar syndanna. Þessi bæn er einfaldlega leið til að tjá fyrir Guði trúna á Hann og þakka Honum fyrir að að afla þér fyrirgefningar. „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn Þér og á skilið að vera refsað. En Jesús Kristur tók á sig refsinguna sem ég verðskuldaði, svo að mér yrði fyrirgefið fyrir trúna á Hann. Nú sný ég baki við syndum mínum og set traust mitt á Þig varðandi sáluhjálp mína. Þakka þér fyrir undursamlega náð þína og fyrirgefningu. Amen!“

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvernig öðlast ég fyrirgefninu Guðs?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries