settings icon
share icon
Spurning

Hvað gerist eftir dauðann?

Svar


Spurningin um hvað gerist eftir dauðann getur verið ruglandi. Biblían er ekki dagljós um það, hvenær manneskja nær endanlegum eiífðarörlögum sínum. Bíblían greinir frá því, að strax eftir dauðann er manneskjan flutt til himna eða helvítis, sem veltur á því, hvort hann eða hún höfðu meðtekið Krist sem frelsara sinn. Fyrir trúaða merkir það að vera fjarlægur líkamanum og nálægur Drottni (2. Kór. 5:6-8; Fil. 1:23). Fyrir vantrúaða felur það í sér eilífa refsingu í helvíti (Lúk. 16:22-23).

Hér getur það valdið ruglingi, hvað gerist efir dauðann. Opinberunarbókin 20:11-15 lýsir öllum þeim sem kastað var í díki elds og brennisteins og munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda. Opinberunarbókin, kaflar 21-22, lýsir Nýjum himni og Nýrri jörð. Þess vegna virðist það vera svo, að þar til endanleg upprisa á sér stað dveljist menn í „tímabundnum“ Himni og Helvíti eftir dauðann. Eilílf örlög mannsins munu ekki breytast, en endanlegur „staður“ eilífra örlaga mun breytast. Á ákveðnum tímapunkti eftir dauðann verða trúaðir sendir til Nýrra himna og Nýrrar jarðar (Opb. 21:1). Á tilteknum tíma eftir dauðann verður vantrúuðum varpað í díki elds (Opb. 20:11-15). Þetta eru endanleg eilífðarörlög allra manna – einvörðungu grunvölluð á hvort einstaklingurinn hefur treyst Jesú Kristi einum fyrir frelsun frá syndum sínum.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað gerist eftir dauðann?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries