settings icon
share icon
Spurning

Hver er rétt trú fyrir mig?

Svar


Skyndibitastaðir lokka okkur til sín með því að leyfa okkur að panta matinn nákvæmlega eins og við viljum hafa hann. Sum kaffihús gorta af rúmlega hundrað keimum og tilbrigðum af kaffi. Jafnvel þegar við kaupum hús eða bíla, getum við leitað og fundið alla þá kosti sem við erum á höttunum eftir. Við lifum ekki lengur í súkkulaði-, vanillu- eða jarðarberjaheimi. Valið er við völd! Þú getur fundið nánast hvað sem þú vilt í samræmi við persónulegan smekk og þarfir.

Og hvað þá um trú sem hæfir þér fullkomlega? Hvað skal segja um trú sem er laus við sektarkennd, gerir engar kröfur og er ekki íþyngt með allskyns boðum og bönnum? Hún er vissulega fyrir hendi eins og ég hef lýst henni, en er trú eitthvað sem við getum valið á sama hátt og við veljum eftirlætisbragðið á rjómaísnum?

Það eru margar raddir sem keppa um athygli okkar. Hvers vegna ætti maður þá endilega að taka Jesúm fram yfir til dæmis Múhammeð eða Konfúsíus, Búdda, eða Charles Taze Russell eða Joseph Smith? Liggja ekki allar leiðir til himna, þegar allt kemur til alls? Eru ekki öll trúarbrögð eins þegar grannt er skoðað? Sannleikurinn er sá, að öll trúarbrögð liggja ekki til himna fremur en allar leiðir liggi til Reykjavík.

Jesús einn talar í umboði Guðs vegna þess að Jesús einn yfirvann dauðann. Múhammeð, Konfúsíus og allir hinir rotna í gröfum sínum fram á þennan dag, en Jesús gekk óstuddur frá gröfinni þremur dögum eftir að hann dó á skelfilegum rómverskum krossi. Hver sá sem hefur vald yfir dauðanum verðskuldar athygli okkar. Hver sá sem hefur vald yfir dauðnum á skilið að á hann sé hlustað.

Sönnunargögnin um upprisu Jesú eru yfirþyrmandi. Í fyrsta lagi voru yfir fimm hundruð sjónarvottar að Kristi upprisnum! Minna mátti gagn gera. Ekki er hægt að virða fimm hundruð raddir að vettugi. Auk þess má benda á tóma gröfina; óvinir Jesú hefðu auðveldlega getað stöðvað allt tal um upprisuna með því að koma með dauðan og rotnandi líkama hans, en þeir höfðu engan dauðan líkama til að sýna. Gröfin var tóm! Hefðu lærisveinarnir getað stolið líki hans? Tæplega. Til að koma í veg fyrir þann möguleika hafði verið settur vopnaður vörður við gröfina. Þegar haft er í huga, að nánustu fylgjendur hans höfðu flúið felmtri slegnir við handtöku hans og krossfestingu, þá er í hæsta máta ósennilegt að tötralegur hópur lafhræddra fiskimanna hefði ráðist gegn þjálfuðum atvinnuhermönnum. Staðreyndin er einfaldlega sú, að ekki er hægt að gera upprisu Jesú að engu með útskýringum!

Ítrekað skal, að hver sem hefur vald yfir dauðanum verðskuldar að á hann sé hlustað. Jesús sannaði vald sitt yfir dauðnum, og þess vegna þurfum við að heyra hvað hann segir. Jesús kveðst vera eini vegurinn til hjálpræðis (Jóhannes 14:6). Hann er ekki vegur. Hann er ekki einn af mörgum vegum. Hann er eini vegurinn.

Og þessi sami Jesús segir: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veit yður hvíld” (Matteus 11:28). Þetta er harður heimur og lífið er erfitt. Flest erum við allvel blóðguð, meidd og höfum marga hildina háð. Ertu sammála? Hvað er það þá sem þú vilt? Endurreisn eða bara trúarbrögð? Lifandi Frelsara eða trú á marga dauða s„pámenn”? Þýðingarmikil tengsl eða innantóma helgisiði? Jesús er ekki val – hann er sjálft valið!

Jesús er rétta „trúin” ef þú ert að leita fyrirgefningar (Postulasagan 10:43). Jesús er rétta t„rúin” ef þú ert að leita eftir þýðingarmiklum tengslum við Guð (Jóhannes 10:10). Jesús er rétta „trúin” ef þú ert að leita eilífra heimkynna á himnum (Jóhannes 3:16). Trúðu á Jesúm Krist sem Frelsara þinn – þess muntu ekki iðrast! Treystu honum til að fyrirgefa syndir þínar – þú verður ekki vonsvikinn.

Ef þú vilt vera í „réttu sambandi” við Guð, þá er hér dæmi um bæn sem nota má. Mundu eftir að það mun ekki frelsa þig að fara með þessa bæn eða einhverja aðra. Það er einungis traustið á Kristi sem getur frelsað þig af syndinni. Þessi bæn er einfaldlega leið til að tjá Guði trú þína og þakka honum fyrir að sjá þér fyrir hjálpræði: „Guð, ég veit að ég hef syndgað gegn þér og verðskulda refsingu. En Jesús Kristur tók á sig hegninguna sem ég verðskulda, svo að ég hljóti fyrirgefningu fyrir trúna á hann. Ég sný baki við syndum mínum og set von mína um hjálpræði á þig. Þakka þér undursamlega náð þína og fyrirgefningu – gjöf eilífs lífs! Amen!”

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hver er rétt trú fyrir mig?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries