settings icon
share icon
Spurning

Ég hef nýlega öðlast trú á Jesúm … hvað næst?

Svar


Til hamingju! Þú hefur tekið ákvörðun sem breytir lífi þínu! Kannski spyrðu: „Hvað næst? Hvernig byrja ég ferðalag mitt með Guði?“ Skrefin fimm, sem nefnd eru hér að neðan, veita þér leiðsögn úr Biblíunni. Ef hjá þér vakna spurningar á ferðalaginu, leitaðu þá til www.GotQuestions.org.

1. Gakktu úr skugga um, að þú skiljir hjálpræðið

Í Fyrsta bréfi Jóhannesar 5:13 segir: „Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf.“ Guð vill að við skiljum hjálpræðið. Guð vill að við eigum þá tiltrú, að við vitum með vissu að við séum frelsuð. Við skulum í stuttu máli fara yfir helstu atriði hjálpræðisins:

a) Öll höfum við syndgað. Við höfum öll gert eitthvað sem er Guði vanþóknanlegt. (Rómverjabréfið 3:23).

b) Vegna synda okkar eigum við skilið að hljóta þá refsingu að vera eilíflega skilin frá Guði (Rómverjabréfið 6:23).

c) Jesús dó á krossinum til að greiða syndagjöld okkar (Rómverjabréfið 5:8; Seinna Korintubréf 5:21). Jesús dó fyrir okkur, tók á sig refsinguna sem við höfðum unnið til. Upprisa hans sannaði að dauði Jesú nægði til að gjalda fyrir syndir okkar.

d) Guð veitir fyrirgefningu og frelsun öllum þeim sem festa trú á Jesúm – og treysta því að dauði hans sé gjaldið fyrir syndir okkar (Jóhannes 3:16; Rómverjabréfið 5:1; Rómverjabréfið 81).

Þetta er boðskapur hjálpræðisins! Hafirðu fest trú á Jesúm Krist sem Frelsara þinn, þá ertu hólpinn! Allar syndir þínar eru fyrirgefnar og Guð lofar að yfirgefa þig aldrei (Rómverjabréfið 8:38-39; Mattheus 28:20). Mundu að hjálpræði þitt er tryggt í Jesú Kristi (Jóhannes 10:28-29). Ef þú treystir því að Jesús einn sé Frelsari þinn, þá máttu treysta því að þú átt eftir að eyða eilífðinni með Guði á himnum!

2. Finndu góða kirkju sem boðar Biblíuna

Hugsaðu þér ekki kirkjuna sem byggingu. Kirkjan er fólkið í söfnuðinum. Það er mjög mikilvægt að þeir sem trúa á Jesúm Krist eigi samfélag sín á milli. Það er eitt helsta hlutverk kirkjunnar. Þegar þú hefur nú öðlast trú á Jesúm Krist, hvetjum við þig eindregið til að finna biblíutrúa kirkju í nágrenninu og hafa tal af prestinum. Láttu hann vita um nýfengna trú þína á Jesúm Krist.

Annað hlutverk kirkjunnar er að boða Biblíuna. Þú getur lært hvernig heimfæra beri fyrirmæli Guðs til eigin lífs. Að skilja Biblíuna er lykillinn að því að lifa farsælu og öflugu kristnu lífi. Í Seinna Tímóteusarbréfi 3:16-17 segir: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunart í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.“

Þriðja hlutverk kirkjunnar er tilbeiðsla. Tilbeiðsla felst í að þakka Guði fyrir allt sem hann hefur gert! Guð hefur frelsað okkur. Guð elskar okkur. Guð sér fyrir okkur. Guð leiðbeinir og stjórnar okkur. Hvernig komumst við hjá að þakka honum? Guð er heilagur, réttlátur, ástríkur, miskunnsamur og fullur náðar. Í Opinberunarbókinni 4:11 segir: „Verður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn, því að þú hefur skapað alla hluti, og fyrir þinn vilja urðu þeir til og voru skapaðir.“

3. Taktu frá á hverjum degi stund til að einbeita þér að Guði

Það er okkur mjög mikilvægt að verja einhverjum tíma daglega til að einbeita okkur að Guði. Sumir kalla það „kyrrðarstund“. Aðrir kalla það „helgunarstund“ vegna þess að þá helgum við okkur Guði. Sumir kjósa að taka frá morgunstund til tilbeiðslu, en öðrum þykja kvöldstundir betri. Það skiptir ekki máli hvað við köllum þessar stundir eða hvenær dags þær eru. Það sem máli skiptir er að þú eigir reglulegar stundir með Guði. Hvaða atvik fylla út í stundir okkar með Guði?

a) Bænahald. Bænagerð felst einfaldlega í samtali við Guð. Talaðu við Guð um áhyggjur þínar og vandamál. Biddu Guð að veita þeir visku og leiðsögn. Biddu Guð að sjá þér fyrir þörfum þínum. Tjáðu Guði hversu heitt þú elskar hann og hversu mjög þú metur allt sem hann gerir fyrir þig. Um þetta snýst bænahaldið.

b) Biblíulestur. Auk þess að fá uppfræðslu um Biblíuna í kirkju, sunnudskóla og/eða biblíulestrum – þarftu að lesa Biblíuna fyrir sjálfan þig. Í Biblíunni er að finna allt sem þú þarft að vita til að verða farsæll í trúnni. Hún hefur að geyma leiðarvísi Guðs þegar taka þarf skynsamlegar ákvarðanir, þegar vita þarf vilja Guðs, þegar þjóna þarf öðrum og þegar þú vilt þroskast andlega. Biblían er Orð Guðs til okkar. Biblían er í eðli sínu handbók Guðs um hvernig lifa skuli lífinu þannig að það sé Guði þóknanlegt og okkur til blessunar.

4. Þróaðu samskipti við fólk sem getur hjálpað þér andlega

Í Fyrra Korintubréfi 15:33 segir: „Villist ekki. Vondur félagskapur spillir góðum siðum.“ Biblían er full af aðvörunum varðandi áhrifin sem ‘vondir’ menn geta haft á okkur. Að leggja lag sitt við þá sem iðka syndugt líferni getur leitt til þess að við látum freistast af þvílíku líferni. Eiginleikar þeirra sem við umgöngumst gera ‘smitast’ yfir á okkur. Þess vegna er svo mikilvægt að vera umkringdur öðru fólki sem elskar Drottin og er honum skuldbundið.

Reyndu að finna einn eða tvo vini, kannski í kirkjunni þinni, sem geta hjálpað þér og uppörvað þig (Hebreabréfið 3:13; 10:24). Biddu vini þína að halda þér ábyrgum varðandi kyrrðarstundirnar, athafnir þínar og göngu þína með Guði. Athugaðu hvort þú getur gert það sama fyrir þá. Þetta merkir ekki að þú þurfir að gefa upp á bátinn alla vini þína sem ekki kannast við Drottin Jesúm sem Frelsara sinn. Haltu áfram að vera vinur þeirra og elska þá. Láttu þá bara vita að Jesús hafi breytt lífi þínu og þú getir ekki aðhafst allt það sama og fyrrum. Biddu Guð að gefa þér tækifæri til að deila Jesú með vinum þínum.

5. Láttu skírast

Margt fólk misskilur hvað skírn er. Orðið ‘skíra’ merkir að dýfa í vatn. Skírnin er biblíulega leiðin til að kunngera nýja trú á Krist og þann ásetning að fylgja honum. Sú athöfn að vera dýft í vatn er myndlíking þess að vera grafinn með Kristi. Að kom upp úr vatninu er myndlíking upprisunnar. Með því að láta skírast samsamast þú dauða, greftrun og upprisu Jesú (Rómverjabréfið 6:3-4).

Skírnin frelsar okkur ekki. Skírnin þvær ekki burt syndir okkar. Skírnin er einfaldlega vottur um hlýðni, opinber yfirlýsing um trúna á Krist einan þér til sáluhjálpar. Skírnin er mikivæg vegna þess að hún vitnar um hlýðni þína – opinber yfirlýsing um trúna á Krist og skuldbindingu þína gagnvart honum. Sértu reiðubúinn að láta skírast, ættirðu að tala við prestinn.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Ég hef nýlega öðlast trú á Jesúm … hvað næst?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries