settings icon
share icon
Spurning

Hvers vegna skyldi ég ekki fremja sjálfsmorð?

Svar


Ég kenni í brjósti um þá sem hyggjast binda enda á líf sitt. Sért þú einn þeirra á þessu andartaki, þá gæti það borið vitni um miklar tilfinningar, svo sem vonbrigði og örvæntingu. Þér gæti liðið eins og í dýpstu gryfju og þú efast um að það sé vonarneisti að hlutirnir geti vænkast. Öllum virðist sama og enginn skilur hvað er á seyði. Lífið er ekki þess virði að lifa því ... eða hvað?

Lamandi tilfinningar reyna margir í einn tíma eða annan. Spurningar sem vöknuðu þegar ég var í tilfinningalegri kreppu voru: „Getur þetta virkilega verið vilji Guðs, sem skóp mig?“ „Er Guð of vanmáttugur til að hjálpa mér?“ „Eru vandamál mín of stór fyrir Hann?“

Það gleður mig að segja þér að ef þú gefur þér nokkur andatök til að hugleiða að leyfa Guði raunverulega að vera Guð í lífi þínu núna, mun Hann sanna hve stór Hann raunverulega er! „Því ekkert er Guði ómögulegt” (Lúk. 1:37). Kannski hafa ör eftir sársauka fortíðar endað í þrúgandi tilfinningu höfnunar eða fráhvarfs. Það getur leitt til sjálfsvorkunnar, reiði, biturleika, hefnigirni, óheilbrigðs ótta, o.þ.h., sem hefur valdið vanda í veigamestu samböndum þínum. Samt sem áður myndi sjálfsmorð einungis valda hörmungum ástvinum sem þú hugðist aldrei hryggja; tilfinningalegum örum sem þarf að fást við ævina á enda.

Ættirðu ekki að svipta þig lífi? Vinur, alveg sama hve líf þitt er slæmt, þá er Guð kærleikans að bíða eftir að þú leyfir honum að leiðbeina þér gegnum göng örvæntingar þinnar út í undursamlegt ljós hans. Hann er örugg von þín. Nafn hans er Jesús.

Þessi Jesús, hinn syndlausi sonur Guðs, samsamar sig þér á tíma höfnunar og auðmýkingar. Spámaðurinn Jesaja, skrifaði um hann, „Hann rann upp eins og vínviðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þeirri jörð. Hann var hvorki fagur, né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sitt, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis. En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ (Jes. 53:2-6).

Vinur, Jesús þoldi allt þetta til þess að allar syndir þínar yrðu fyrirgefnar! Hvaða byrði sem þú berð, þá veistu að hann mun fyrirgefa þér ef þú auðmjúklega iðrast (snýrð frá syndum þínum til Guðs). „Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.“ (Slm. 50:15). Ekkert sem þú hefur gert er of slæmt fyrir Jesúm að fyrirgefa. Sumir af útvöldum þjónum hans í Biblíunni frömdu stórar syndir, eins og morð (Móses), hórdóm (Davíð konungur), og líkamlegt og andlegt ofbeldi (Páll postuli). Samt fundu þeir fyrirgefningu og nýtt ríkulegt líf í Kristi. „Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi“ (Slm 51:3). „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til“ (2. Kór. 5:17).

Hví ekki að drepa sig? Vinur, Guð er viðbúinn að gera við það sem er „brotið” ... nefnilega lífið sem þú átt núna, sem þú vilt ljúka með sjálfsmorði. Spámaðurinn Jesaja ritaði: „Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá sem hafa sundurkramið hjarta.“ (Jes. 61:1-3).

Komdu til Jesú, og leyfðu honum að endurvekja með þér gleði og nytsemi þegar þú treystir honum til að hefja nýtt verk á ævi þinni. „Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda, að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín. Frelsa mig frá dauðans háska, Guð hjálpræðis míns, lát tungu mína fagna yfir réttlæti þínu. Drottinn, opna varir mínar, svo að munnur minn kunngjöri lof þitt!“ (Slm. 51:14-17).

Viltu játast Kristi sem Frelsara þínum og hirði? Hann mun leiðsegja þér í hugsunum og skrefum, einn dag í einu, gegnum orð hans, Biblíuna. „Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér“ (Slm. 32:8). „Örugga tíma skalt þú hljóta, gæfufjársjóð átt þú í visku og þekkingu. Ótti Drottins er auður lýðsins“ (Jes. 33:6).

Í Kristi muntu berjast, en núna hefurðu von. „Hann er ástvinur sem er tryggari en bróðir“ (Ok. 18:24). Megi náð Jesú Krists vera með þér í ákvörðun þinni. Ef þig langar að treysta Jesú Kristi sem frelsara þínum, segðu þessi orð í hjarta þínu við Guð: „Guð, ég þarfnast þín í lífi mínu. Fyrirgefðu mér allt sem ég hef gert. Ég set trú mína á Jesúm Krist og trúi að hann sé Frelsari minn. Hreinsaðu mig, læknaðu mig, og gefðu mér lífsgleðina aftur. Þakka þér fyrir ástina á mér og fyrir dauða Jesú.”

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvers vegna skyldi ég ekki fremja sjálfsmorð?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries