settings icon
share icon
Spurning

Hvað er bæn syndara?

Svar


Bæn syndara er bæn til Guðs sem farið er með þegar einhver gerir sér ljóst að hann eða hún er syndari og þarfnast Frelsara. Að fara með bæn syndara mun út af fyrir sig ekki koma neinu sérstöku til leiðar. Bæn syndara ber einungis árangur ef hún speglar undanbragðalaust hvað biðjandi veit, skilur og trúir varðandi syndir sínar og þörfina fyrir hjálpræði.

Fyrsta horf á bæn syndara er að skilja, að við erum öll syndug. Í Rómverjabréfinu 3:10 segir: „Eins og ritað er: Ekki er neinn réttlátur, ekki einn.” Biblían segir skýrum stöfum að við séum syndarar. Við erum öll syndarar og höfum þörf fyrir miskunn og fyrirgefningu Guðs (Títusarbréf 3:5-7). Fyrir syndir okkar verðskuldum við eilífa refsingu (Matteus 25:46). Bæn syndarans er beiðni um náð í stað dóms. Hún er ákall um miskunn í stað reiði.

Annað horf á bæn syndara er að vita, hvað Guð hefur gert til að ráða bót á glötuðum og syndugum aðstæðum okkar. Guð klæddist mennsku holdi og varð mannleg vera í Jesú Kristi (Jóhannes 1:1,14). Jesús kenndi okkur sannleikann um Guð og lifði fullkomlega réttlátu og syndlausu lífi (Jóhannes 8:46; Seinna Korintubréf 5:21). Síðan dó Jesús á krossi í okkar stað, tók á sig refsinguna sem við verðskuldum (Rómverjabréfið 5:8). Jesús reis upp frá dauðum til að sanna sigur sinn yfir synd, dauða og helvíti (Kólossubréfið 2:15; Fyrra Korintubréf 15di kapítuli). Vegna alls þessa getum við fengið syndir okkar fyrirgefnar og öðlast fyrirheit um eilíf heimkynni á himnum – ef við aðeins viljum setja traust okkar á Jesúm Krist. Við þurfum ekki að gera annað en trúa, að hann hafi dáið í okkar stað og risið upp frá dauðum (Rómverjabréfið 10:9-10). Við frelsumst fyrir náðina eina, fyrir trúna eina á Jesúm Krist einan. Í Efesusbréfi 2:8 segir: „Því að af náð eru þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf.”

Að fara með bæn syndarans er einfaldlega leið til að tjá Guði að þú treystir Jesú Kristi sem Frelsara þínum. Það eru ekki til nein „töfraorð” sem leiða til hjálpræðis. Einungis trúin á dauða og upprisu Jesú getur frelsað okkur. Ef þú gerir þér ljóst að þú sért syndari og þarfnist hjálpræðis fyrir Jesúm Krist, þá er hér bæn syndara sem þú getur beðið til Guðs: „Guð, ég veit að ég er syndugur. Ég veit að ég verðskulda afleiðingar synda minna. En ég set traust mitt á Jesúm Krist sem Frelsara minn. Ég trúi að dauði hans og upprisa hafi aflað mér fyrirgefningar. Ég treysti á Jesúm og engan annan sem Drottin minn og Frelsara. Þakka þér, Drottinn, fyrir að frelsa mig og fyrirgefa mér! Amen!”

Hefurðu valið Krist eftir lestur þennan? Sé svo, þá vinsamlega ýttu á hnappinn hér að neðan „Ég hef tekið við Kristi í dag“

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Hvað er bæn syndara?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries