settings icon
share icon
Spurning

Ættu konur að þjóna sem prestar? / prédikarar? Hvað segir Biblían okkur um konur í prestsþjónustu?

Svar


Trúlega er ekki til umdeildara málefni í kirkjunni nú á dögum en málefnið um konur þjónandi sem prestar / prédikarar í prestskap. Afleiðingin er sú að afar erfitt er að sjá þetta málefni ekki sem karlmenn gegn konum. Til eru konur sem finnst að konur ættu ekki að þjóna sem prestar og að Biblían setji takmarkanir á prestsþjónustu kvenna - og til eru karlmenn sem finnast að konur geti þjónað sem prédikarar og ekki séu neinar hömlur á prestsþjónustu kvenna. Hér er ekki um að ræða karlrembu eða mismunun. Þetta er spurning um biblíulega túlkun.

1Tm 2:11-12 kunngerir „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát.“ Í kirkjunni leggur Guð mismunandi hlutverk á herðar karla og kvenna. Það er afleiðing þess hvernig mannkynið var skapað (1Tm 2:3) og hvernig syndin kom í heiminn (2 Tm 2:14). Guð, eins og Páll postuli ritar, setur skorður við því, að konur þjóni í hlutverki andlegs kennara yfir körlum. Þetta girðir fyrir að konur þjóni sem prestar, sem vissulega tekur einnig til prédikunar, kennslu og þess að hafa andlegt vald yfir körlum.

Það eru margt sem mælir gegn þessari skoðun á konum í prestsþjónustu / kvenprestum. Algeng viðbára er sú, að Páll bannar konum að kenna vegna þess að á fyrstu öld voru konur jafnan ómenntaðar. Samt sem áður er í 1Tm 2:11-14 hvergi minnst á menntunarstig. Hafi menntun verið verið skilyrði fyrir prestsþjónustu, þá hefði meirihluti lærisveina Jesú ekki verið hæfur. Önnur algeng viðbára er sú, að Páll hafi einvörðungu meinað efesískum konum frá að kenna (1 Tm. var ritað til Tómóteusar, sem var prestur kirkjunnar í Efesos). Efesosborg var víðfræg fyrir musteri sitt helgað Artemis, grísk-rómverskri falsgyðju. Konur höfðu völdin í dýrkun Artemisar. Samt sem áður er Artemis hvergi nefnd í Tímóteusarbréfum né nefnir Páll dýrkun hennar sem ástæðu bannsins í 1 Tm 2:11-12.

Þriðja algeng viðbára er sú, að Páll vísi einungis til eiginmanna og eiginkvenna, ekki karla og kvenna almennt. Grísku orðin í 1 Tm 2:11-14 gætu vísað til eiginmanna og eiginkvenna. Samt sem áður er grundvallarmerkingin karlar og konur. Aukinheldur eru sömu grísku orðin notuð í versum 8-10. Eiga einungis eiginmenn að lyfta upp blessandi höndum sínum í bæn án reiði og rökræðna (vers 8)? Eiga einungis konur að klæða sig hæversklega, vera dyggðugar og tilbiðja Guð (vers 9-10)? Vitaskuld ekki. Vers 8-10 vísar greinilega til karla og kvenna almennt, ekki einvörðungu eiginmanna og eiginkvenna. Það er ekkert í þessu samhengi sem bendir til sporskipta eiginmanna og eiginkvenna í versum 11-14.

Enn ein algeng viðbára við þessari túlkun kvenpresta/kvenprédikara er í sambandi við Miríam, Debóru, Huldu, Priskillu, Föbu, og fl. – konur sem voru í háum stöðum sem leiðtogar í Biblíunni. Þessar viðbárur láta hjá líða að nefna nokkra merkilega þætti. Hvað Debóru varðar þá var hún eini kvendómari meðal 13 karldómara. Hulda var hún eini kvenspámaður meðal tylfta karlspámanna nefndra í Biblíunni. Eina samband Miríamar við forustu var, að hún var systir Mósesar og Arons. Mest áberandi konur á tímum konunganna voru Aþalía og Jezebel – varla dæmi um guðlega kvenleiðtoga.

Í Postulasögunni, kafla 18, eru Priskilla og Akvílas kynnt sem trygglyndir þjónar Guðs. Nafn Priskillu er fyrst nefnt til sögunnar, sem bendir líklegast til þess að hún hafi verið meira „áberandi“ í prestskapnum en eiginmaður hennar. Þrátt fyrir það er Priskillu hvergi lýst sem þátttakanda í prestskap sem er í andsstöðu við 1 Tm 2:11-14. Priskilla og Akvílas buðu Apollosi inn á heimili sitt og bæði öguðu þau hann, og útskýrðu orð Guðs fyrir honum nákvæmar (P 18:26).

Þrátt fyrir að Föbe er talin „djákni“ í stað „þjóns“ í Rm 16:1 –¬ bendir það ekki til að Föbe væri kennari í kirkjunni. „Fær um að kenna“ er gefið sem skilyrði öldunga, en ekki djákna (1 Tm 3:1-13; Tt 1:6-9). Öldungum/biskupum/djáknum er lýst sem „einnar konu mönnum“, „karli sem á trúuð börn“ og „virðingarverðum körlum“. Til viðbótar þá eru í 1 Tm 3:1-13 og Tt 1:6-9 karlfornöfn einvörðungu notuð til að vísa á öldunga/biskupa/djákna.

Formgerð 1 Tm 2:11-14 gerir „ástæðuna“ fullkomlega ljósa. 13 vers byrjar á „Því að“ og gefur „skýringu“ á því, hverju Páll hélt fram í 11-12. Hvers vegna skyldu konur ekki kenna og hafa vald yfir körlum? „Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg.“ Það er ástæðan. Guð skapaði Adam fyrst og skapaði síðan Evu til að vera „aðstoðarkona“ Adams. Þessi skipan sköpunarinnar hefur alheimsgildi fyrir mannkynið í fjölskyldu (Ef.5:22-33) jafnt sem kirkju. Sú staðreynd að Eva var blekkt er einnig gefin sem skýring á því, að konur eigi ekki að þjóna sem prestar eða hafa vald yfir körlum. Þetta fær ýmsa til að trúa, að konur ættu ekki að kenna vegna þess að þær láta frekar blekkjast. Þessi hugmynd er umdeild ... en séu konur auðveldlegar blekktar hvers vegna er þeim þá leyft að kenna börnum (sem eru auðveldlega blekkt) og öðrum konum (sem eru væntanlrga auðveldlegar blekktar)? Þetta segir textinn ekki. Konur eiga ekki að kenna eða hafa andlegt vald yfir körlum vegna þess að Eva var blekkt. Afleiðingin er sú að Guð hefur gefið körlum æðsta kennivald í kirkjunni.

Konur skara fram úr í gestrisni, miskunn, kennslu og aðhlynningu. Stór hluti þjónustu kirkjunnar er undir konum komin. Konum í kirkjunni er ekki meinað bænahald eða spásagnir (1 Kor 11:5), heldur einungis að hafa andlega leiðsögn yfir körlum. Biblían bannar konum hvergi að nota gjafir Heilags anda (1 Kor, kafli 12). Konur til jafns við karla eru kallaðar til að þjónusta aðra, sýna ávexti andans (Gal 5:22-23), og að boða glötuðum fagnaðaterindið (Mt 28:18-20: P 1:8; 1 Pt 3:15).

Guð hefur lagt svo fyrir, að einungis karlar skuli veita andlega leiðsögn í kirkjunni. Það er ekki vegna þess karlar séu endilega betri kennarar eða að konur séu óæðri eða síður greindar (sem er ekki tilfellið). Þetta er bara sá háttur sem Guð hafði á, svo að kirkjan virkaði. Karlar eiga að vera til fyrirmyndar í andlegri leiðsögn – í lífi sínu og með orðum sínum. Konur eiga að gegna valdaminna hlutverki. Konur eru hvattar til að kenna öðrum konum (Tt 2:3-5). Biblían bannar konum ekki að kenna börnum. Eina atferli sem konum er meinað er að kenna eða leiðsegja körlum í andlegum efnum. Eðlilega fæli það í sér, að konur þjónuðu sem prestar/prédikarar. Þetta gerir á engan hátt konur síður mikilvægar, heldur leiðbeinir þeim til þjónustu í samræmi við hæfileikana Guð hefur gefið þeim.

English



Til baka á heimasíðuna á íslensku

Ættu konur að þjóna sem prestar? / prédikarar? Hvað segir Biblían okkur um konur í prestsþjónustu?
Facebook icon Twitter icon Pinterest icon Email icon
© Copyright Got Questions Ministries